Sunnudagskvikmyndin að þessu sinni er dulafulla ráðgátan Donnie Darko. Myndin er frá 2001 og skartar Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki…
…Myndin fjallar um unglingsstrák sem á við geðræn vandamál að stríða og sér furðulega hluti sem enginn annar sér. Hann virðist öðruvísi en allir og semur ekki vel við neinn…nema nýja vinkonu sína. Það lítur svo út fyrir að Donnie tengist öllum dulafullu atburðunum sem fara að gerast í bænum.
Þessi mynd er bæði sjónrænt flott og spennandi. Fyrir þá sem ekki hafa séð hana þá lofa ég að endirinn á eftir að koma ykkur virkilega á óvart. Donnie Darko er í miklu uppáhaldi og það er hægt að horfa á hana aftur og aftur!
Ég mæli eindregið með þessari eftir myrkur!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=vijy4Oiawa8&feature=related[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.