Á sunnudögum getur verið ljúft að ‘tríta’ sig með góðum dögurði eða ‘brunch’.
Croque Monsieur, eða ‘brakandi herramaður’ sást fyrst á matseðlum í Frakklandi fyrir um 100 árum en hér erum við með girnilega heita skinkusamloku með osti og sinnepi. Svolítið ‘guilty pleasure’ fyrir sumar en það verður jú að vera með, annars er lífið ekki nógu skemmtilegt 😉 …
INNIHALD
2 msk Dijon sinnep
8 stk góðar brauðsneiðar
250 gr skinku/(eða kalkúna) sneiðar, helst fínskornar
2 1/2 bolli Emmentaler , Gruyere ostur eða Gouda ostur (Óðals Cheddar líka góður)
4 msk smjör
AÐFERÐ
Hafið hita á steikarpönnu lágan. Smyrjið dijon sinnepi á brauðið og setjið skinku og ost á milli (geymið smá ost til að setja á toppinn) og leggið sneiðarnar saman.
Setjið smjörið á pönnuna og steikið þar til samlokurnar eru orðnar gullinbrúnar. Athugið að um leið og önnur hliðin er orðin tilbúinn, þá setjið smá af ostinum ofan á og látið vera ofan á samlokunni á meðan það er verið að steikja hina hliðina.
Ef þessi réttur er borinn fram með spældu eggi heitir hann croque-madame. Einstaklega mikið jömm á sunnudögum, slær í gegn hjá allri fjölskyldunni!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.