Nú fer að vora og innanhústímaritin gefa okkur tóninn um hvað koma skal fyrir sumarið.
Fínt trikk er að pakka niður vetrarteppum og púðum og skipta út fyrir bjartari og hressari liti fyrir sumarið, enda gaman að breyta til og hressa upp á stofuna.
Það er ekki er erfitt að nálgast bjartari púða. Þeir fást t.d. í Ikea, Ilva eða Pier og fyrir þær sem hafa gaman af að sauma þá er um að gefa sér tíma og draga fram saumavélina og hanna sinn eigin sumarpúða.
Mörg erlend heimili eru ansi litrík -bjartir litir, hvítir veggir sem er hresst upp á með fylgihlutum eða húsmunum lökkuðum í sterkum sumarlegum litum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.