Í kvöld mun eiga sér stað hin árlega Sumarsólstöðuganga í hinni fögru og friðsælu Viðey.
Gangan verður farin í annað skipti á eyjunni en viðburðurinn fagnar sínu tuttugusta og níunda aldursári. Í göngunni verður sagt frá sólstöðum, sólstöðumínútunni, þeim hátíðum og hefðum sem tengjast sólstöðum auk þess sem saga Viðeyjar er rakin. Öllum er frjálst að leggja til fróðleik sem þeir luma á um sumarsólstöður og því myndast ávallt skemmtileg stemmning.
Sumarsólstöður eru merkilegur viðburður sem á sér stað þegar árstíðarnar skipta um sess og veturinn byrjar formlega að færa sig nær. Íslendingum er þessi dagur sérstaklega hjartfólginn því þá kveður sólin okkur tignarlega, áður en hún fetar sig rólega í burtu. Það er því tilvalið að njóta þessa langa dags, sem í raun, breytist aldrei í nótt.
Siglt er frá Skarfabakka kl. 20:00 og gangan fer af stað um hálftíma seinna eða kl. 20:30, þegar allir eru komnir út í eyju.
Gengið verður um Vesturey Viðeyjar, því næst er staldrað við varðeld á Eiðinu, þar sem göngumenn geta hlýjað sér, og loks lýkur göngunni við toppinn á Sjónarhól. Lagt verður af stað með ferjunni upp á land um kl. 23:30
Gjald í ferjuna er 1.100 kr. fyrir fullorðna, 900 kr. fyrir eldri borgara og 550 kr. fyrir börn á aldrinum 7-15 ára, í fylgd fullorðna. Börn undir 6 ára aldri sigla frítt. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í ferjuna.
Á degi sem þessum er fátt rómantískara en að ganga um hina fallegu Viðey, hlýða á skemmtilegan fróðleik um sólstöður og njóta birtunnar sem einkennir þennan dag, áður en Vetur konungur gengur í garð.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.