Ég er með hálfgert snyrtivöru“blæti” og þarf alltaf að vera prófa nýjar og nýjar vörur. Svo spilar það líka inn í að ég er með mjög viðkvæma húð og á erfitt með að finna snyrtivörur sem henta mér.
Eina vöru hef ég þó haldið tryggð við í mörg ár og nota daglega en það er Inner Light tinted moisture frá Aveda.
Þetta er litað dagkrem sem jafnar út húðlitinn og gefur góðan raka og ekki skemmir fyrir að það er með SPF 15 sem verndar húðina gegn geislum sólarinnar og utanaðkomandi áreiti.
Á sumrin nota ég lit #2 Beechwood sem gefur húðinni fallegan “sunkissed” blæ og á veturna þegar ég er fölari nota ég lit #1 Aspen og blanda honum jafnvel við lit #2 þegar ég vil líta út fyrir að hafa fengið smá sól.
Ég hugsa mikið um innihald snyrtivara sem ég kaupi og Aveda vörurnar eru náttúrulegar vörur án parabena og aukaefna í umhverfisvænum umbúðum. Þannig að með því að kaupa þær ertu ekki að gera náttúrunni neinn óleik.
Og það er jú gott.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.