Í sumar ætla ég að njóta þess í botn að vera til ásamt fjölskyldunni minni og vinum.
Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvað við getum gert skemmtilegt í sumar ásamt börnunum okkar án þess að þurfa að fara langt að heiman. Datt mér þá í hug að tína til nokkrar skemmtilega hugmyndir um hvað hægt væri að gera í sumar með þeim. Kannski þetta gefi ykkur foreldrum smá hugmyndir um hvernig þið getið eytt sumrinu með börnunum ykkar á eftirminnilegan og skemmtilegan hátt því sumarið er jú oftast uppáhaldstími okkar allra.
GRÓÐURSETJA
…plöntur og grænmeti saman í garðinum, þetta finnst flest öllum börnum skemmtilegt að gera. Einnig er þetta mjög góð leið til að fá börnin til að borða meira af grænmeti, sérstaklega ef þau fá að vera með í að taka það upp.
LAUTARFERÐ
…er allra meina bót. Þetta gefur fjölskyldunni góðan tíma til að ræða málin yfir góðum nestisbita og hafa það notarlegt saman í góðu veðri og það þarf ekki að fara langt að heiman.
MÁLA
…myndir af náttúrunni er góð leið til að brjóta upp daginn. Það er hægt að gera það hvar sem er, meira að segja í garðinum. Mjög sniðugt er að fara með þeim og fylgjast með þeim skapa þessi fallegu listaverk sem svo oft prýða veggina hjá okkur foreldrum.
ELDA
…saman matinn en eitthvað sem að flest öllum börnum finnst skemmtilegt, ennþá meira spennandi ef þau fá að velja saman hráefnin í þennan meistararétt sem á að útbúa og ef veðrið er gott þá er um að gera að borða úti hafi fólk tök á því.
GEFA
…gömlum húsgögnum nýtt líf. Finnið eitthvað gamalt húsgagn sem ykkur finnst vanta smá yfirhalningu. Leyfið sköpunargleði barnanna að njóta sín á því, margir litir gleðja bara.
TÍNA
…saman steina er eitthvað það einfaldasta sem að mér dettur í hug en á bakvið einn stein getur verið stór og mikill ævintýraheimur! Þetta geta verið óskasteinar, risaeðluegg, geimsteinar, litlar plánetur… Leyfið bara ímyndunaraflinu að leika lausum hala og þá eruð þið komin með nýtt og skemmtilegt leikfang.
GARÐAPARTÝ
…sem börnin fá að skipuleggja sjálf eru bara skemmtileg. Leyfið þeim að bjóða nokkrum vinum, ættingjum og þið hjálpið þeim við að útbúa smá ávaxtabakka og límonaði.. Þetta getur ekki klikkað!!
YOGA
…er gott bæði fyrir líkama og sál.. Farið með börnin í göngutúr á kyrrlátan stað og gerið nokkrar Yoga æfingar saman í náttúrunni. Yoga fyrir börn er alltaf að verða vinsælla enda er gott að aðstoða þau við að ná innri ró og útiloka stress.
VEIÐIFERÐIR
…hafa oftast slegið í gegn hjá börnum og er mjög spennandi að fá að grilla fiskanna sem að veiðast þann daginn.
STEINAMÁLUN
…er eitthvað sem að er mjög skemmtilegt að gera. Sniðugt að leyfa þeim að tína og mála nokkra steina og gefa vinum og ættingjum að gjöf. Það er svo gaman að föndra!!
FJÖRUFERÐ
…er eitthvað sem að allir ættu að reyna að gera að minsta kosti einu sinni á hverju sumri með börnunum sínum því að hvað er skemmtilegra en að tína fullt af sjávargulli í fjörunni, leita af kröbbum og busla aðeins í sjónum í góðu veðri.
Munið eftir myndavélinni í sumar!!
Vonandi fá allir lesendur ljúft sumar með fjölskyldunni…
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.