Jónsmessuganga Bláa lónsins og Grindavíkur verður haldin næsta laugardag, þann 23 júní. Gangan hefst kl. 20.30 en lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur.
Að vanda verður gengið upp á fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur mun sjá um söng og gítarspil. Áætlað er að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund en Bláa lónið verður opið til miðnættis þetta kvöld.
Ekkert kostar að taka þátt í göngunni en sérverð ofan í lónið þetta kvöld er 3500 kr.
Jónsmessugangan er samstarfsverkefni Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar, hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda veitir hún þátttakendum tækifæri til að upplifa einstaka náttúru svæðisins á bjartasta tíma ársins.
Sætaferðir verða með Kynnisferðum frá BSÍ kl. 19.30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20.00. Einnig frá Bláa lóninu til Grindavíkur, Reykjanesbæjar kl. 01.00 og Reykjavíkur kl. 00.30. Sætaferð frá Reykjanesbæ kostar 1.500kr. og sætaferð frá BSÍ 3.500 kr., báðar leiðir.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=lN8PWrss3eE[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.