Sumarið er tími til að gleðjast og hafa sig til. Stundum eru flestar helgar sumarsins skipulagðar fyrir afmæli, veislur, ferðalög og svo framvegis og auðvitað vilja pjattrófur vera doldið dædar á sumrin…
…Það segir sig sjálft.
Hér eru nokkrar vörur sem ég hef notað reglulega að undanförnu og gef bestu meðmæli.Flestar hafa þær farið sigurför um snyrtivöruheiminn enda hver annari betri:
1. BB kremið frá Estée Lauder
Þetta litaða dagkrem hefur slegið all rækilega í gegn frá því það kom á markaðinn í vor enda um æðislega vöru að ræða. BB kremið frá Estée Lauder jafnar út allar misfellur á húðinni, ver hana fyrir óæskilegum áhrifum sólarinnar og gefur einstaklega fallegt ‘glow’ eða ljóma.
2. Sensai Bronzing Gel frá Kanebo
Það eru auðvitað ótal margar sem eru algjörlega háðar þessari vöru enda gefur hún þetta frísklega, sumarlega yfirbragð samstundis. Þú getur notað Bronzing gelið eitt og sér yfir dagkrem, yfir farða eða á sama hátt og sólarpúður. Þetta er vinsælasta varan hjá Kanebo og hefur verið í um fimmtán ár.
3. Brightening Finishing Powder frá Bobbi Brown
Þetta púður gefur hinn eftirsótta heilbrigða ljóma á augabragði. Í þessu æðislega púðri er blanda af grunnefnum sem láta húðina ljóma fallega í langan tíma. Svo spillir ekki fyrir hvað þetta er einstaklega falleg vara. Algjör klassi.
4. Truth revealed ferðakitt frá Ole Hendriksen
Hér erum við með mini-serum og mini-dagkrem sem er alveg fullkomið að taka með sér í ferðalög. Þessi vara er stútfull af C-vítamínum sem gefa húðinni einstakt ‘búst’ og næra hana í sól og sumri. Serumið inniheldur extra mikið magn af ‘collagen’ örvandi efnum sem er nauðsynlegt þegar sólin skín því ekkert brýtur niður collagen jafn ört og sólargeislarnir.
Ilmurinn af vörunni er æðislegur, appelsínufrískleiki sem færir manni sólina beint í fangið. Algjör dásemd. Fæst hér.
5. Huile de Gommage skrúbbur frá Biotherm
Ef þú ert búin að fara oft í sólbað skaltu nota skrúbb á hverju kvöldi þegar þú ferð í sturtu. Svo ekki sé talað um ef þú ert á leið til Spánar þá er þetta bara algjört möst have á hverjum degi! Þessi skrúbbur frá Biotherm ilmar unaðslega og er einstaklega rakagefandi. Hann burstar af þér allar dauðu húðfrumurnar svo sólgyllt hörundið nýtur sín mikið betur og verður glansandi fallegt.
6. Summer Glow frá Dove
Og ef þú ert komin með smá brúnku er um að gera að fegra hana svolítið með Summer Glow body lotion frá Dove. Þú berð þetta á eftir sturtu, húðin fær á sig gylltan ljóma og húðliturinn jafnast út og verður alveg æðislega fallegur.
7. Ingrow Go frá Skin Doctors
Inngróin hár eru ekki sexý, það er á hreinu. Ingrow Go vökvinn frá Skin Doctors kemur í veg fyrir að hár festist undir húðinni og ef það er orðið fast, þá þarftu ekki annað en að bera á þig Ingrow Go eftir sturtuna og hárið poppar út.
Best er að dreypa vökvanum í bómull og bera á það svæði sem inngrónu hárin eru að hrella þig, helst beint eftir bað eða sturtu. Ingrow Go má nota hvar sem er á líkamann og vörurnar frá Skin Doctors fást m.a. í Hagkaup og þú getur lesið meira um Ingrow Go hér.
Svo er bara að fara út að spóka sig í góða veðrinu!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.