Sumir elska ‘djúsí’ gróðurmikla garða sem fá að vaxa svolítið villtir (undir umhyggjusamri handleiðslu) og njóta sín. Aðrir kjósa palla, steypu og gróður í þar tilgerðum pottum sem hægt er að færa til.
Hvort um sig hefur bæði kosti og galla en þessi myndasyrpa er sett saman fyrir fyrri hópinn. Fólk sem elskar að láta sólina skína á sig í gegnum skugga trjánna, sitja og sötra kaffibollann sinn undir uppáhalds gamla trénu í garðinum meðan flett er í góðri bók… jafnvel með góða tónlist í eyrunum… í burtu frá öllu utanaðkomandi áreiti.
Mögulega svolítið fjarlægur draumur á okkar litla (og stundum kalda) landi en engu að síður sætur draumur…
Myndir fengnar að láni hjá desire to inspire…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.