Hér höfum við skemmtilegt lítið sumarhús í svörtum og hvítum lit – að innan sem að utan.
Sumarhús hér á landi hafa standið örlítið í stað varðandi útlit en í skandinavíu er fólk að breyta húsunum sínum og gera þau ögn nútímalegri með málningu og litum. Tja, eða jafnvel einfalda málið og nota einungis tvo liti eins og í þessu húsi.
Húsið skartar einungis svörtum og hvítum litum hvar sem litið er fyrir utan örlitla brúna tóna í skrautmunum. Það kemur vel út að mínu mati þó það gæti verið ansi þreytandi til lengdar enda ekki allt sem má þá fara inn í húsið ef reglurnar varðandi hluti fara eftir litum. En kíkjum aðeins á húsið..
Setustofan er lítil en björt. Húsgögnin í svörtum og hvítum litum. Mjög hreint og beint.
Eldhúsið er undir súð eins og í raun allar vistaverur hússins. Ferlega sætt og kósí.
Séð inn í eldhús og borðstofu.
Barnaherbergið eða gestaherbergið skartar þessum fallega glugga sem gefur herberginu fallega náttúrulega birtu. Fyrir utan útsýnið. Einfaldar gardínur í gluggunum, hvít koja á móti svörtum fylgihlutum.
Hérna sést glitta í aðalsvefnherbergi hússins og það er auðvitað í hvítum og svörtum litum eins og allt annað í húsinu.
Fallegt baðherbergi. Þarna hafa þau náð að skapa skemmtilega stemningu inn á baðherbergi sem hæfir baðherbergi í sveitastíl.
Flott og sniðugt svart hvítt lítið sumarhús sem gaman er að skoða og auðvitað er hægt að fá góðar hugmyndir!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.