Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að íslensk sumarhús séu heldur einsleit. Þau mættu gjarna svolítið nútímalegri og ferskari og meira mætti leggja upp úr þægindum og tengingu við náttúruna.
Það má segja að með Skyward house eftir japanska arkitektinn Kazuhiko Kishimoto hafi þetta tekist nokkuð vel en hér erum við með heilsárshús sem sameinar nútímaþægindi, einfaldleika, fegurð og náttúru með vel heppnuðum hætti.
Einingahús klætt með timbri
Húsið stendur í brekku og er ekki sýnilegt frá nærliggjandi vegi. Í kring vaxa villt blóm og að því er skemmtilegur göngustígur gerður úr við. Húsið sjálft er úr einingum en klætt með timbri og að innan eru veggir bæði hvítir og úr timbri.
Þó að húsið sé ekki stórt er það mjög rúmgott og herbergin lítil en í ólíkum formum og því margir möguleikar í boði hvað varðar uppröðun húsgagna os.frv. Lýsingin er að mestu náttúruleg enda stórir gluggar sem opna rýmið vel og loftgluggar sem hleypa birtu inn að ofan.
Virkilega flott hús og vel heppnað. Væri gaman að sjá fleiri svona sumarhús hér á Íslandi.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.