Hér eru nokkrar hressar konur sem eru byrjaðar á sumarhreingerningunni en það sem þær eiga allar sameiginlegt (fyrir utan að vera allar kvenkyns) er að þær eru allar bloggarar…
…og svona ákvaðu að sýna hverju þær klæðast við hreingerningarnar. Greinilega spes tíska í gangi hjá hverri og einni. Sjálf er ég er náttúrulega í háum hælum með rúllur í hárinu og mikinn augnskugga.
Sumarhreingerning er nokkurn vegin á þessa leið:
- Þrífðu eldavélina vel að innan sem utan og ekki gleyma að þrífa vegginn fyrir aftan eldavélina.
- Tæmdu ísskápinn og affrystu – hentu öllu sem er komið yfir söludag þrífðu vel skúffur og hillur með sápu og vatni.
- Flott að hlusta á einhverja gamla góða tónlist sem kemur þér í stuðið, eitthvað gamalt og gott kannski tónlistina úr Footloose, Diktu, Sister Sledge dískó eða kannski gott rokk?
- Ekki gleyma eldhússkúffunum losa þær ryksuga og sápuþvo vel á eftir.. og kaffikannan -um að gera að taka hana í gegn!
- Loft, veggir og húsgögn ætti að taka í gegn með blautum klúti ryksuga þarf sófann vel áður en hann er þveginn jafnvel henda honum út og viðra hann vel eftir veturinn og allar skemmtilegu stundirnar.
- Baðherbergið: Gott að skrúbba allar flísarnar vel og vandlega en annars þarf varla að taka fram hvernig restin af postulíninu er þrifið?
- Ekki gleyma ofnum, þeir eru ryksafnarar.
- Alltaf gaman að þrífa gluggana í góðu veðri að utan sem og innan, skella bara iPod í eyrun þá gengur verkið hraðar. Ég blanda saman VEL uppþvottalög og edik en það er trikkið til að gera gluggana skínandi flotta.
Þegar þú ert búin að þessu skaltu blanda þér góðan kokkteil setjast í sófann og vera stolt af sjálfri þér og njóta þín í þessari æðislegu íbúð!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.