Ég held að Íslendingar myndu mögulega bilast ef ekki væri fyrir allt ljósa-showið sem við setjum upp í desember.
Þetta skammdegi er varla nokkurri lifandi veru bjóðandi. Að vakna á morgnanna og það er kolsvarta myrkur úti, engin sól, ekkert diskó fyrr en við setjum jólaljósin okkar upp. Svo sest sólin um fjögur en fram að því er hálfgert rökkur.
Ég hef aldrei kunnað almenninlega á þetta skammdegi enda fagna ég jólum fyrst og síðast af því að 21. desember byrjar sólin aftur að hækka sig á lofti og daginn að lengja.
Áðan rakst ég á þessar myndir sem ég hafði safnað saman í möppu á Pinterest. Mappan heitir SUMAR og er hugsuð sem hugmynda og innblásturshorn fyrir stelpuferðir.
Við fórum fjórar saman til Grikklands í hittifyrra og planið er að halda þessu áfram um ókomin ár. Næst förum við á einhvern framandi og spennandi stað. Kannski Marokkó. Að minnsta kosti bara eitthvað þar sem við getum slakað á og haft það gaman saman.
Ein okkar býr reyndar í Frakklandi svo kannski verður farið þangað. Að minnsta kosti förum við eitthvað. Mér hlýnaði að innan að rekast á þessar myndir svo ég ákvað að deila þeim hér.
Allar hugmyndir um veruleikaflótta eru vel þegnar í skammdeginu. Það er ljúft að láta sig hverfa í huganum til heitari landa þar sem maður liggur áhyggjulaus í topp félagsskap, sötrar freyðivín og borðar ávexti sem eru ræktaðir á næsta bóndabæ.
Allar konur ættu að eiga sjóð sem þær leggja inn upphæð í hverjum mánuði og þessa upphæð á svo að nota á tveggja til þriggja ára fresti í vel skipulagða vinkonuferð.
Lífið er einfaldlega of stutt til að gera það ekki.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.