Söngkonan Christina Aguilera eignaðist annað barn sitt á laugardaginn var en barnið, sem er stúlka, hefur fengið hið ofur áhugaverða nafn Summer Rain eða Sumar Regn.
Christina sagði aðdáendum sínum frá nafninu á Twitter í gær.
„Svo stolt af því að bjóða fallegu dóttur okkar Summer Rain Rutler velkomna í þennan heim,“ skifaði hin nýbakaða móðir.
Þetta er fyrsta barn Christinu og núverandi kærasta hennar Matts en fyrir á söngkonan soninn Max, sex ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum Jordan Bratman. Þau Christina og Matt kynntust á setti myndarinnar Burlesque árið 2010 en trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári.
Við óskum þeim auðvitað innilega til gleði með Sumar Regn eða Summer Rain.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.