Ég er ekkert að grínast þegar ég segist þrá sumarið og sólina! Ég hef verið föst með íslenska sól meira og minna síðan 2008. Engar sólarlandaferðir á þessum bæ.
Eftir þennan vetur, sem hefur einkennst af stjötíu stormum og veikindum í marga mánuði (engar ýkjur), þá finnst mér ég eiga skilið að fá sólríkt sumar eða 4 vikur á sólarströnd – lágmark.
Ég nenni heldur ekki lengur að dúða mig í þykkum yfirhöfnum og treflum. Gluggaveður þýðir nefnilega ekki að það sé hlýtt sjáðu til…. en til að komast í gegnum þá erfiðu bið að hitastigið fari upp fyrir 10° – tjahh eða bara jafnvel 15°! … þá ligg ég á Pinterest og skoða hugmyndir að sumarlegum dressum og fallegri sumarförðun, skínandi sól og öllu öðru sem minnir á sumarið.
Skál fyrir sumrinu!♥
Tilhugsunin um sumarið og sólina gerir mig svona hamingjusama !!!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.