Reykjavík er full af leyndarmálum og er Frú Lauga eitt af þeim. Yndislegur bændamarkaður með vörur beint frá bónda og er hægt að kaupa grænmeti, sultur, vinstvæn egg, flatkökur, speltbrauð, ís og fleira og fleira.
En Frú Lauga lumar á einu sem ég gat ekki staðist að kaupa og er það súkkulaði! Súkkulaði frá Ítalíu gert úr hrásykri í allskonar búning. Hægt að kaupa hvítt súkkulaði, mjólkursúkkulaði (sem er hættulega gott), 70% súkkulaði, 75% súkkulaði og súkkulaði mola.
Ég gat ekki staðist súkkulaðikaupin og keypti mér heilt kíló af 75% súkkulaði og bíður það núna á eldhúsbekknum mínum eftir að verða gert af ljúffengum orkuhnullungum til að bragða sér á eftir góðan hlaupasprett!
*mmmmmmmm*
Mæli með að gera sér ferð einhvern sólríkan dag í Frú Laugu og grípa jafnvel nýupptekinn rabarbara í leiðinni og skella í heimatilbúna sultu.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.