Rumi Neely er einn þekktasti bloggari tískuheimsins
Hún byrjaði að blogga fyrir nokkrum árum, lét kærastann sinn taka myndir af sér og setti á bloggið – í dag situr hún á fremstu bekkjum tískusýninga hjá frægustu hönnuðum heims.
Rumi er alltaf flott til fara og blandar mikið saman ‘vintage’ fötum og fötum eftir ýmsa hönnuði t.d. Alexander Wang, Givenchy og Balenciaga. Hún er uppáhalds bloggarinn minn og ég fer reglulega inná síðuna hennar til að skoða.
Hún er ein af þessum stelpum sem er alltaf gördjöss, sama í hverju hún er.
Rumi er sönnun þess að það borgar sig að byrja bara á botninum ef manni langar að eltast við drauma sína. Blogga úr sér allt tískuvit og vona það besta, það sakar ekki að prófa! 😉
Skoðaðu síðuna hennar HÉR
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.