Hina franska Carrine Roitfeld er glæsilegur trendsetter. 61 árs á árinu, stýrði eitt sinn franska Vouge, á tvö börn fædd 1980 og 1982 og hefur verið gift kona í 30 ár.
Ég vafraði um netið til að kynna mér fataval dömunnar betur og hér má sjá nokkur vel valin dæmi.
Carrine hefur greinlega mjög fágaðan og flottan smekk sem við flestar vildum kveðið hafa og auðvitað hefur hún fjárráðin líka til að kaupa þessi föt – og þó? Sem ritstýra franska Vouge þurfti hún eflaust ekki að kaupa neitt.
Það er óhætt að segja að hún líti hreint fáránlega vel út miðað við aldur en eflaust gerir hún sitthvað sem hjálpar til fyrir utan frönsku genin.
Glæsileg kona!
__________________________________________________________________
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.