Brigitte Anne-Marie Bardot, einnig kölluð BB, er ein af fáum tískudrottningum tuttugustu aldarinnar sem hefur svo tímalausan og klassískan stíl að hann á alltaf við. Margar fyrirsætur og leikkonur hafa reynt að feta í fótspor Brigitte og þær Claudia Schiffer og Georgina Jagger hafa komist hvað næst því að líkjast henni í útliti sem þykir ekkert slor. Menn eru enn að hugsa um fegurð þessarar konu og kaupa af henni plaköt enda var hún með ex faktorinn og gríðarlegt kynferðislegt aðdráttarafl.

Með aldrinum hefur þessi gyðja alveg látið það eiga sig að fara í fegrunaraðgerðir. Hún hefur bara haldið áfram að vinna á sígarettum og rauðvíni en eytt því meiri orku í dýra- og náttúruverndarmál. Brigitte er fædd árið 1934 og er því 85 ára núna. Gullfalleg. BB er töff fyrirmynd einsog svo margar franskar konur.
Ég er að spá í að deila hérna inn nokkrum póstum af konum sem mér finnast kúl og töff æðislegar. Þær gefa mér svo mikið, orku, innblástur, minna mig á hvað lífið er og getru verið skemmtilegt. Og hvað það er gaman að taka sig til og vera sæt 🙂 Þið njótið vonandi líka!
Gallerý

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.