Afmælisgjafir og jólagjafir. Þetta endurtekur sig Á HVERJU ÁRI. Þá er bara alveg eins gott að fylla á gjafahilluna með sokkum frá Krabbameinsfélaginu. Núna er Mottumarsinn enn og aftur gengin í garð og í ár verður peningum safnað með sokksölu.
Með heilsusamlegum lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum.
Í ár leggjum við áherslu á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum auk þess sem hreyfing er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Með heilsusamlegum lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum.
Fækkum þeim sem greinast
Krabbameinsfélagið vinnur að forvörnum gegn krabbameinum og hefur það að markmiði að fækka þeim sem greinast með krabbamein. Starfsemi félagsins byggir alfarið á styrkjum einstaklinga og fyrirtækja og með kaupum á Mottumarssokkum leggur fólk stórt lóð á vogarskálarnar. Pjattið skorar á ykkur að splæsa strax!
Smelltu á myndina til að kaupa sokka en svo má auðvitað kaupa allskonar fínerí á VEFVERSLUN KRABBAMEINSFÉLAGSINS.
Sjálfur Mottudagurinn er næstkomandi föstudag, 13. mars. Við hvetjum alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.
Mottumarslagið 2020 er frábær hreyfisöngur sem minnir okkur á forvarnargildi þess að hreyfa okkur og leggja áherslu á heilbrigðari lífsstíl. Hvernig væri að koma saman, dansa, syngja og leika eftir hreyfingarnar í laginu? Takið myndir og deilið með myllumerkinu #mottumars.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.