Fólk skemmti sér rækilega vel á tónleikum Nýdanskrar í gærkvöldi en þar hélt bandið tvenna stórtónleika í tilefni af útgáfu Diskó Berlín.
Einn af hápunktum kvöldsins var þegar á annað hundrað diskódansarar tóku yfir salinn og dönsuðu við taktfast titillag plötunnar en strákarnir tóku líka góða og gamla slagara og áheyrendur sungu með af lífi og sál.
Nýdönsk sýndi sínar bestu hliðar, Birna Björnsdóttir og Vaka Jóhannesdóttir stýrðu dansinum en ljósmyndarinn Gunnlaugur Rögnvaldsson tók þessar frábæru myndir af fjörinu.
Dagskráin verður endurtekin í Hofi 27. september og því um að gera fyrir norðanmenn og konur að verða sér úti um miða hið fyrsta.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.