Mikið finnst mér merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur og ungar stúlkur hafi gert allann fjandann til að fá sokka hjá hermönnum í seinna stríðinu.
Ég held að þær hafi meira að segja ‘kysst’ hermenn til að fá nylon sokka. Frekar cheap ef maður spáir í það en það segir kannski eitthvað um verðgildi sokkanna og hversu spennandi stelpunum fannst að eiga svoleiðis?
Áður en sokkabuxurnar komu til landsins þurftum við fósturlandsins freyjur nefninlega að búa okkur til einskonar gervisokka.
Einn elsti snyrtifræðingur landsins, Ásta Steinsdóttir, sagði frá því í viðtali hvernig stelpur í Vestmannaeyjum lituðu leggina á sér með sósulit og teiknuðu svo strik upp eftir fótleggnum aftanverðum til að búa til nylonsokka tálsýn.
Nylon sokkar og sokkabuxur hafa semsagt alveg gersamlega verið málið og svo mikilvægar að það var ýmislegt á sig lagt til að eignast þær.
Í dag getum við blessunarlega sleppt veseni með sósulit og pennastrik (að ég tali nú ekki um óþarfa kossa) og hreinlega tölt út í búð til að kaupa þær sokkabuxur sem okkur langar í.
Og eftir áralangt hlé er meira að segja hægt að fá ‘stríðsára’ pin-up sokkabuxur með striki að aftan í sumum búðum og sæta sokkabandasokka í sama stíl.
Ég veit að Filodoro eru t.d. með þessar ‘stríðsárasokkabuxur’ sem konur á borð við bombuna Ditu Von Teese hafa komið aftur á blað.
Eftir að kreppan skall á hefur sala á undirfatnaði, sokkabuxum, varalitum og naglalökkum rokið upp úr öllu valdi. Það er svolítið skemmtilegur samhljómur í þessu því aldrei voru nylonsokkar, varalitir og naglalökk vinsælli en á stríðsárunum.
Að þessu leiti erum við að hverfa aftur til fortíðar og það er bara æði því kvenleikinn og kynþokkinn í tísku þessara ára er að mati okkar Pjattrófa – klassískur og alltaf ‘divine’.
Hér er svo ein alveg meiriháttar ánægð með sokkana sína. Spurning hvernig hún fór að því að eignast þá?
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.