Flowerbomb frá Viktor&Rolf hefur lengi verið mitt uppáhalds ilmvatn. Þegar þeir gáfu út nýjan herrailm varð ég að láta kallinn prófa.
Þetta er þriðji herra ilmurinn frá þeim – en það eru rúm sex ár síðan seinasti kom út og hefur því Spicebomb ekki verið á markaði mjög lengi og eftirvæntingin hjá aðdáendum því mikil.
Ilmurinn er vel kryddaður eins og nafnið gefur til kynna. Hann er mjög líkur flowerbomb en auðvitað karlmannlegri. Mér hefur alltaf fundist flowerbomb mjög sérstakt ilmvatn, ólíkt öllum öðrum. Það á líka við Spicebomb. Ilmurinn er mjög kynþokkafullur – enda er ekkert meira “hot” en þegar karlmenn lykta vel!
Chilli, tóbak, viður, saffran, greip og bleikur pipar. Allt voða karlmannlegt. Nema kannski bleiki piparinn.
Manninum mínum fannst flaskan ótrúlega flott enda flöskurnar frá þeim alltaf mjög kúl.
Viktor segir um ilminn: ” Við vorum afbrýðisamir út í allar konurnar sem áttu Flowerbomb og vildum okkar eigin “Sprengju” – Rolf bætir við: ” Okkur fannst að blóm væri hin týpíska kvenlykt og krydd væri hin karlmannlega andstæða”
Dýrlegt ilmvatn fyrir alla rakspíra-sælkera!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.