Jafnvel konur sem eru harðgiftar eiga sér að minnsta kosti einn “þykjó-leyni-kæró” í Hollywood en draumaborgin er jú stútfull af fallegum og kynþokkafullum “selebum” sem okkur finnst gaman að slefa yfir.
Reyndar finnst mér margir karlmenn í Hollywood bara alls ekkert flottir. Oft eru það karlmenn sem margar konur slefa yfir sem dæmi má nefna Russel Brand, Robert Pattinson og Tom Cruise. En listinn yfir heitu gæjana mína er mun lengri!
Hér eru nokkrir af þeim selebbum sem mér finnst allra flottastir í engri sérstakri röð eftir 1. sætið:
Heath Ledger: 10 things I hate about you er mín uppáhalds mynd. Klisjukennd gelgjumynd, en hvað með það? Ég elskana! Heath er óendanlega fallegur í henni. Ég man þegar vinkona mín sagði mér að Heath væri dáinn. Ég fór að gráta. Já, ég viðurkenni það! Ó þetta bros gjörsamlega bræðir mig í hvert skipti og fallegu brúnu augun. Ekki má gleyma að hann var stórgóður leikari. Heath er númer eitt, hefur alltaf verið og mun alltaf vera! Hvíldu í friði Heath.
Simon Cowell: Já ég veit ekki hvað það er en það er eitthvað við þennan mann sem mér finnst alveg afskaplega aðlaðandi. Ætli það séu ekki “bad boy” stælarnir í honum. Auðvitað er hann mjög myndalegur líka. Sennilega ekki allar konur sammála mér hér.
Johnny Depp: Það er nú hálfgerð klisja að hafa elsku Johnny á lista yfir flottustu karlmennina – en hann bara einfaldlega er svo FLOTTUR að hann á það skilið. Með fullkomið andlit, augu sem bræða og dularfullt yfirbragð sem gerir hann ennþá heitari og meira aðlaðandi. Johnny verður alltaf flottur. Það er bara staðreynd.
Mehcad Brooks: Nafnið kannski hringir ekki mörgum bjöllum en Mehcad er m.a Calvin Klein undirfatamódel og lék hlutverk í Desperate Housewives. Einstaklega fallegur maður með fallegt bros og gígantíska magavöðva. Ég skrifaði færslu fyrir nokkru síðan um Calvin Klein módel, þar sem ég greindi frá því að það þyrfti að fótósjoppa eitt módelið “fyrir neðan mitti” því það var of STÓRT. Já það er elsku drengurinn hann Mechad!
Justin Timberlake: Ég féll svolítið fyrir Timberlake eftir að ég sá The Social Network. Hann losaði sig við saklausa boyband yfirbragðið og stóð sig með prýði í leik sínum í myndinni. Hann er með frekar barnalegt andlit en mikið finnst mér hann sætur og flottur!
Joaquin Phoenix: Það er eitthvað svo heillandi við hann. Augun sérstaklega ná athygli minni. Mér finnst hann einn sá allra flottasti í Hollywood. Hann fæddist með skarð í vör og er því með ör. Margir myndu kalla það “galla” en mér finnst það einmitt gera hann ennþá flottari. Hann sker sig úr hópnum og er öðruvísi.
Channing Tatum: Í einu orði sagt er þessi maður… NAMMI. Er nú oftast ekki mikið fyrir súkkulaði stráka en fyrir Channing geri ég undantekningu. Falleg augu, bros og ekki skemmir líkaminn. Hann er líka ágætis leikari.
Axl Rose (Fyrir noookkrum árum): Ég segi kannski ekki að Axl sé ómyndarlegur í dag en hann var örlítið fallegri á sínum bestu árum. Reyndar alveg gullfallegur. Með fallegu lokkana, húðflúrin, klútinn um hausinn og kynþokkafullu röddina. Jááá þannig stráka vill Stella! Svo má ekki gleyma að hann er einn besti söngvari (ef ekki sá besti) allra tíma. Guns’n’Roses er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Það er alltaf eitthvað svo hotttt við tónlistarmenn. Jafnvel þótt hann sé ekki “hottstöff” í dag þá er Axl alltaf flottastur!
Seth Rogen: Oftast ekki á lista yfir kynþokkafyllstu mennina, eeeen ég er ósammála því. Hann passar kannski ekki inn í steríó-týpuna af “beibi” en mér finnst hann hafa afskaplega mikinn sjarma og kynþokka, sérstaklega eftir að hann missti nokkur kíló. Brún augu eru líka minn veikleiki og ekki skemma krullurnar fyrir
Þannig er nú minn listi. Örugglega ekki allar konur sammála mér, enda er ég með mjög fjölbreyttann smekk á karlmönnun.
Þessir eru einnig ofarlega á lista:
Pharrell Williams, Bradley Cooper, Slash, Lenny Kravitz, Colin Farrell, Kurt Cobain, Tommy Lee, Jude Law, Orlando Bloom og miklu fleiri.
Jæja þá er bara að þurrka slefið af lyklaborðinu og halda áfram að láta sig dreyma…..
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.