Issey Miyake hefur lengi verið einn af leiðendum góðra ilmvatna á markaðnum og nýi herrailmurinn, L’Eau d’Issey Pour Homme Sport er þar engin undantekning.
Ég gaf kærastanum mínum þennan ilm á dögunum og hann vakti mikla lukku! Umbúðirnar eru líka mjög flottar, en þær eru dökkgráar, sportlegar með bláum stöfum.
Ilmurinn er mildur, en sítrus, greipaldin og bergamot gefa honum ótrúlegan ferskleika. Hann er þó örlítið kryddaður á móti sem ég tel mikinn kost og í honum er einnig múskatkeimur sambandað við leður og viðarilm. Hann er orkumikill og fullkominn fyrir daglega notkun sem og fínni tilefni.
Í línunni er einnig að finna sturtugel/sjampó og svitalyktareyðir sem er alls ekki verra!
Línan kemur í verslanir í mars næstkomandi og það er um að gera að smella einu svona á herrann/bróðurinn/pabbann við næsta tilefni!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com