Nacho Figueras er argentínskur íþróttamaður en hann er einnig þekkt andlit fyrir hinn þekkta bandaríska fatahönnuð Ralph Lauren, enda er Nacho ímynd íþróttamennskunnar; í flottu formi, karlmannlegur, fjallmyndarlegur, hávaxinn og dökkur yfirlitum.
Nacho byrjaði að spila póló aðeins átta ára gamall og var valinn í faglið póló spilara aðeins 17 ára. Hann byrjaði fyrirsætuferil sinn árið 2000 og ef þú vissir það ekki þá er Póló leikinn á hestbaki.
Nacho segist hafa farið að ríða hestum áður en hann gat gengið og ef hann væri ekki pólóleikmaður hefði hann valið að verða listmálari eða arkitekt.
Nacho er jafn kraftmikill og hesturinn sem hann ríður og á myndbandinu situr hann uppáhaldshest sinn en Nacho á um 250 hesta. Ég get horft á þetta myndband aftur og aftur – og aftur… Mæli með því að þú stækkir það í ‘fullscreen’:
[vimeo]http://vimeo.com/16309766?ab[/vimeo]
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.