Karlmaður nútímans er sagður tækjaóður dellukarl og á sama tíma hafa rannsóknir leitt í ljós að hann hugsar um kynlíf allt að átján sinnum á dag, á meðan konur hugsa tíu sinnum á dag — um súkkulaði.
Hann er sagður mýkri maður, rómantískur nagli sem gefur sér meiri tíma fyrir börnin og hafa karlmenn nútímans til dæmis tekið upp á því að fara í feðraorlof. Karlmenn nútímans eru flottir, veraldarvanir karlmenn sem þora líka að fara sínar eigin leiðir í fatavali.
Ég tók saman nokkrar myndir af góðum hugmyndum fyrir heimilið og fatastíl strákanna og þá er bara að smella á myndirnar til að skoða.
BookBook veskið er stórsnjallt fyrir iPhone símann.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.