Þau ykkar sem hafa horft á Project Runway með Heidi Klum ættu að kannast við þennan gaur – Christian Siriano.
Þegar hann var lítill gutti langaði hann aldrei að verða eitthvað skrýtið eins og læknir en hann hafi hinsvegar dreymt um að verða balletstjarna.
Þessi ungi hönnuður er skemmtileg týpa, frábær hönnuður, roggin með sig og algerlega ófeimin að segja sínar skoðanir.
Gaman er að horfa á þetta myndskeið þar sem við fáum að skoða í fataskápinn hans:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Z55YrInr_SE[/youtube]Vorlína Christians er nú komin í verslanir en þar má finna fallegan dömufatnað og fallega skó -förðunin er skemmtileg en þar eru varir sterkar; eldrauður og gulur varalitur er áberandi.
Kappinn segir meðal annars stjörnurnar í Hollywood byrjaðar að biðja sig um handleiðslu og slást um að fá hann til að hanna fyrir sig .
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.