Það verður heldur betur fjör í kvikmyndahúsunum á næsta ári þar sem kvikmyndatjöldin munu skarta fegurð og karlmennsku. Árið 2012 verður svei mér þá ár hetjunnar.
Titlar eins og “Bond 23”, “Men in black 3” og “Man of Steel” munu væntanlega prýða auglýsingaskilti með tilheyrandi myndaseríum sem truflar okkur kvenpeninginn örlítið í akstrinum.
Á meðan karlarnir horfa á myndirnar út frá spennu og ofurhetjukröftum horfum við konurnar kannski aðeins öðruvísi og spila stæltu vöðvarnir og fallegu augun ef til vill einhvern þátt. Reyndar bjargar ofurhetjan alltaf konunni og það gæti einnig verið ástæðan þar sem riddarinn á hvíta hestinum gerir alltaf lukku.
The Amazing Spider-man verður líka sýnd á næsta ári og fer Andrew Garfield hinn hárprúði með eitt af aðalhlutverkunum en hann er nýr í hlutverki SPIDERMAAAN kóngulóastráknum sem klifrar veggi og bjargar fólki.
Andrew Garfield - Hárprúði Spiderman
John Carter er kvikmynd sem hefur fengið á sig það orð að vera með „skrítnustu hetjuna“ á næsta ári og er myndin framleidd af Disney. Sögusviðið er á Mars og já… söguþráðurinn skiptir kannski ekki máli þar sem gaurinn er hot ?
Taylor Kitsch - Með síða faxið
Dredd hetjan er sögð vera grófari en Dirty Harry, harðari en Svarti Riddarinn og stæltari en Silvester Stallone en myndin er endurgerð á Judge Dredd þar sem Silvester Stallone fór með aðalhlutverk í upphaflegu myndinni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Taylor Kitsch tekst til í myndinni en væntingarnar eru eflaust háar þar sem fáir komast nálægt Stallone í vöðvum.
Hann er svolítið grimmur á svip hann Karl Urban, maður verður bara hræddur við hann :/
My name is Bond…. James Bond….. úllallaaaaa Say no More… Bond 23 is coming og Daniel Craig er súkkulaðið.
Hann Daniel kann sko að segja "kjöt" þegar hann pósar...
Njósnararnir J og K mæta aftur til leiks árið 2012 í myndinni Men in Black 3 og fer J (Will Smith) aftur í tímann núna til að bjarga Tommy Lee Jones (K), sem er leikinn af Josh Brolin.. Flókið ? Æj horfum bara á Will Smith hann er svo…
Hann er svoldið sætur hann Villi
Ætli Man of Steel sé ekki harðasti titillinn árið 2012 en það eru gerðar miklar væntingar til þessarar myndar en við munum sjá bretann Henry Cavill leika SUPERMAN!
Hann er meira segja með augu í stíl við gallann hann Henry
Uppáhald margra karla er ofurhetjan Batman og hefur Christofer Nolan gert mikla lukku með túlkun sinni á ofurhetjunni undanfarin ár og nær hann einhverjum vinkli sem heillar karlpeninginn upp úr skónum. Á næsta ári munum við sjá The Dark Night Rises og mun Christian Bale fara með aðalhlutverkið sem Batman en æj… mér finnst að þeir hafi átt að finna einhvern sætari í þetta hlutverk *flaut*
Christian Bale - eflaust heitur gaur
Toppurinn á ísjakanum verður nú samt The Avengers þar sem við munum sjá ofurhetjusafn og þar af leiðandi bunka af heitum mönnum en í henni eru hetjurnar Thor, Captain America, Iron Man og Hulk ásamt fleirum.
Hann er nú frekar vel klipptur hann Chris Evans - Captain AmericaChris Hemsworth sem Þór ljóshærða norræna goðiðRobert Downey Jr. er alltaf með einhvern prakkarasvip á sérMark Ruffalo hrokkinhærði tilvonandi græni kallinn
Já það er alveg klárt mál að ár 2012 er ár ofurhetjunnar og ætli maður verði ekki að fara safna smá aur fyrir allar bíóferðirnar sem eru framundan, en ég er svolítill sökker fyrir ofurhetjur 🙂
Andrew Garfield – Spiderman-Ansi mikill lubbinn á honum… Maður bara vill einhvernvegin týna sér í hárinu á honum.
Taylor Kitsch
Hann er svolítið grimmur á svip þessi, maður verður bara hræddur við hann :/
Hann kann sko að segja „kjöt“ þegar hann pósar…
Hann er svoldið sætur
Hann er meira segja með augu í stíl við gallann
Christian Bale – eflaust heitur gaur
Hann er nú frekar vel klipptur hann Chris Evans – Captain America
Chris Hemsworth sem Þór ljóshærða norræna goðið
Robert Downey Jr. er alltaf með einhvern prakkarasvip á sér
Mark Ruffalo hrokkinhærði tilvonandi græni kallinn
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.