Húðin á strákum þornar, alveg eins og húðin á konum og að hafa þurra húð getur verið bæði óþægilegt og ekki fallegt.
Þessvegna nota strákar líka rakakrem. Einhverju sinni þótti það reyndar ekki merki um ‘karlmennsku’ að karlar notuðu krem en þetta hefur blessunarlega breyst á liðnum árum og nú leyfa strákarnir sér óhikað að sinna húðinni, án þess að óttast einhverja stimpla frá vinum sínum í ræktinni.
Mengun, álag, hitabreytingar og lífstíll getur líka haft sín áhrif á húð karlmanna og þá gildir það sama fyrir þá og stelpurnar. Regluleg húðumhirða, þvottur og raki.
Frá Biotherm kemur skemmtileg lína sem heitir einfaldlega Biotherm Homme, eða Biotherm fyrir karlmenn. Vörulína þessi er einföld, ‘clean’ og aðlaðandi þar sem hún er bæði hlutlaus og vel ilmandi. Þar fyrir utan inniheldur hún engin paraben, alkóhól eða ilmefni.
Í Biotherm Homme er að finna mjög flotta undirlínu sem kallast Aquapower D-Sensitive en það er fullkomin heildarlína með styrkjandi vörnum gegn áreiti fyrir viðkvæma húð. Formúlan róar og styrkir húðina en hún inniheldur hátt magn af hreinu thermal plankton sem er auðugt af vítamínum, steinefnasalti og snefilefnum.
Rakakremið í Aquapower D- Sensitive er létt og frísklegt hvítt gel sem smýgur samstundis inn í húðina og myndar enga áferð. Eins og fyrr segir er það án ilm og litarefna og því getur herrann sett á sig ilminn sinn á eftir án þess að lykta af of mörgum ilmum í senn. Flott beint eftir sturtuna og allt önnur líðan í húðinni.
Við skorum á strákana að kíkja á þessa línu og biðja líka um prufur. Það er ekki alltaf það sama sem hentar hverjum og einum og um að gera að prófa sig ófeminn áfram.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.