Nú fer alveg að detta í Valentínusardaginn og margir fá ástarkitl í magann við tilhugsunina og vilja skella sér á deit.
Ef þú ert að pæla í því að manna þig upp og bjóða á deit eftir ýtarlega google og Facebook rannsókn, þá ættirðu að undirbúa deitið vel.
Margir flaska algjörlega á einföldum atriðum og þá lendir viðkomandi á no no no listanum það sem eftir er.
Hvað er það sem má alls ekki gera á fyrsta deiti?
Hérna koma 10 atriði sem eru á No No listanum mikla!
________________
Númer 1:
Ekki tala niður til þjónanna sem eru að afgreiða ykkur á veitingastaðnum. Það er ekkert töff að öskra á þjóninn, þykjast ekki skilja hann eða kalla alltaf „hey þú þarna“ þegar þig vantar aðstoð. Vertu kurteis og alþýðlegur. Það er fallegast.
Númer 2:
Ekki tala mikið um mömmu þína, hvað hún gerir fyrir þig, hvað hún þrífur fyrir þig og hversu oft þú hringir í hana á dag. Ekki senda mömmu sms á meðan máltíðinni stendur. Ekki senda nein sms á meðan máltíðinni stendur. Síminn er ekki með á deitinu. Og ekki mamma þín heldur.
Númer 3:
Ekki bora í nefið þegar þú situr á veitingahúsi með dömuna á móti þér á meðan hún er að skoða matseðilinn, (þó þú haldir að hún sjái það ekki) það gæti alltaf endað með því að ein horkúlan verði eftir á nefbroddinum. Nú, eða eitthvað svona lafandi.
Númer 4:
Í guðanna bænum ekki tala um fyrrverandi kærustuna þína, hversu ömurleg hún sé og hversu feginn þú ert að vera laus við hana. Þetta þýðir einfaldlega að þú ert ekki kominn yfir hana!
Númer 5:
Ekki hleypa óþarflega miklu líkamslofti út og stynja um leið. Mjög ósmekklegt og algjörlega ógleymanlegt, daman mun ALDREI gleyma þér! Passaðu líka að háma ekki í þig matinn eins og svangur háseti. Þú ert á veitingastað vinur. Slakaðu á.
Númer 6:
Ekki fara í kappræður við dömuna um hvert umræðuefni sem þið ræðið. Ef hún segir þér frá skíðaferð, ekki tala þá um að þú keyptir Bláfjöll og sért að flytja þangað í næstu viku. Slakaðu heldur á og hlustaðu með gífurlegum áhuga á hana. Konum finnst gott að láta hlusta á sig, alveg eins og körlum. Og það er aldrei gaman að láta valta yfir sig í samtölum.
Númer 7:
Passaðu upp á að vera með hreinar tennur, það er ekki geðslegt að horfa á mann brosa með hálfan hamborgara á milli framtannanna eða gula kaffiskán. Eins með nasahárin, klippa þau takk fyrir pent! Flaksandi nasahár eða eitt langt hár út úr annari nösinni getur alveg farið með mann. Maður starir á það allan tímann og heyrir ekkert hvað manneskjan er að segja heldur hugsar bara „vá hvað þetta er svakalega hrikalega stórt hár…sæll!“
Númer 8:
Ekki tala um sjálfan þig allt kvöldið, hversu frábær þú sért og hversu allt er ótrúlega best sem þú gerir. Þú sért sterkastur, klárastur og bestur. Bíllinn, íbúðin, ferðalögin, sportið… Það er ekkert gaman að heyra He-Man sögur í heilt kvöld. No no!
Númer 9:
Ekki slafra í þig 7 tvöföldum meðan þið bíðið eftir forréttinum og byrja svo á því að taka lagið því þú ert svo góður söngvari. Það er ekkert eins kjánalegt og vera með manni sem syngur heilu aríurnar í fölskum tón eða breikdansar á huggulegum veitingastað. Meira að segja moonwalk verður — Neyðarlegt.
Númer 10:
Ekki halda því fram að þú sért kynlífsgúrúinn sem hún hefur beðið eftir að hitta öll þessi ár og bjóðast jafnvel til að redda meðmælum frá fyrrum hjásvæfum. Já NEI NEI! Tantramaster 2000 á að vera heima í kvöld. Hann fær sitt tækifæri seinna, ef þið náið saman á þessu deiti. Aðalatriðið er að slaka á, njóta kvöldsins og hafa gaman af því að vera til! Skál!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.