Uppá síðkastið hefur verið mikil umræða um ‘stórar stelpur’ og m.a. kom flott myndasería með stórum stelpum í tískublaðinu V sem fjallað var um hér á blogginu okkar.
Það er nefninlega ótrúlegt hversu mikil pressa er á okkur kvenmennina að líta út eins og súpermódel.
Við megum ekki vera með appelsínuhúð, enga auka fitu, eigum helst að vera ‘tanaðar í drasl’, með stór brjóst og stinnann rass! Það er bara full vinna ef við ætlum að líta út eins og Hollywood stjörnur.
Við megum ekki gleyma að kynsystur okkar í Hollywood eiga fullt af peningum, geta verið með sinn eigin einkaþjálfara, líkamsræktarstöðvar heima hjá sér, næringafræðing sem vinnur fyrir þær, snyrtifræðinga, hárgreiðslufólk og fleira fólk sem vinnur bara fyrir þær og útlit þeirra! Þetta höfum við ekki og eigum því ekki að bera okkur saman við þessar blessuðu konur.
Alveg frá barnsaldri fáum við þessar ‘fullkomnu’ fyrirmyndir. Barbie er t.d. gott dæmi um slæma fyrirmynd og hefur oft verið talað um að ef Barbie væri alvöru kona gæti hún ekki farið á blæðingar!
Prinsessur eru annað dæmi um fyrirmyndir sem gera litlum stelpum kannski ekki gott. Þær eru alltaf fallegar, með fullkomið hár, fullkomna húð og fullkomnar í alla staði. Prinsinn fellur alltaf fyrir prinsessunni, aldrei sætu venjulegu stelpunni sem er með smá appelsínuhúð og línur og því er ekki skrýtið að þessar staðalímyndir séu fastar í okkur alla ævi.
Ég held það sé kominn tími til að við reynum að losa okkur úr þessum fjötrum og förum að sætta okkur við hvernig við erum. Það er auðvitað hægara sagt en gert (og ég get alveg viðurkennt það að ég er ekki 100% sátt með minn líkama, langt frá því) en um leið og við hjálpumst allar að og förum að sætta okkur við sjálfan okkur fer samfélagið hægt og rólega að breytast með okkur.
Úrvalið fyrir konur í stórum stærðum ekki alveg nógu gott á Íslandi. Það eru einstaka búðir sem selja stærri stærðir en það er aldrei mikið úrval fyrir þær. Þetta er ástæðan fyrir því að við elskum veraldarvefinn góða. Þar er hægt að finna mikið af fallegum fötum í stórum stærðum.
Ég fann falleg föt á síðunum:
- www.evans.com (Evans er líka í Kringlunni)
www.torrid.com
www.citychiconline.com
www.igigi.com
Reynum eftir okkar bestu getu að sætta okkur við líkama okkar og breiðum út boðskapinn. Það ER alltí lagi að vera stærri en súpermódelin svo lengi sem það ógnar ekki heilsu okkar.
Pjattrófur eru fallegar í öllum stærðum!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.