Tímarnir breytast og tískan og stelpurnar með:
Um þessar mundir stendur yfir tískuvika í New York og í fyrsta sinn í sögunni fá stelpurnar í stærð 16 að taka þátt.
Að margra mati er þetta löngu tímabært því rúmlega 60% kvenna í Bandaríkjunum nota stærð 16 eða yfir og því ekki lengur umóvenjulega fatastærð að ræða eða undantekningar.
Margir hönnuðir, m.a. Marc Jacobs og tískuhúsið Prada sýndu línur fyrir stelpur í stærri númerum og nú virðist andinn breiðast um allann heim.
Á Ítalíu hafa fyrirsætur í stærðinni 0 verið bannaðar á pöllunum og aðrar þjóðir íhuga málið vandlega þar sem slíkar fyrirmyndir eru á allann hátt mjög óæskilegar fyrir ungar stúlkur.
Margir hafa líka leitt líkur að því að Emmy verðlaunaþættirnir Mad Men hafi átt sinn þátt í að breyta staðalmyndum en þar eru dömurnar sérlega ‘stylish’ þó þær séu ekki allar í laginu eins og Gunna blessunin stöng.
Smelltu til að stækka og skoða myndir af sýningunni:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.