Vatnsberinn (20. janúar – 18. febrúar) er yfirleitt á undan sínum samtíma með allskonar hugmyndir og pælingar sem ekki eru á allra færi að skilja.
Hann vill skera sig úr og vera frumlegur.
Sumir vatnsberar gera það með klæðaburði sínum, heimili eða hugmyndfræði. Aðalmálið er að vera alltaf einu skrefi á undan.
Jafnréttissinni
Vatnsberinn pælir ekkert í kynþætti, stétt eða aldri fólks. Fátt fer meira í taugarnar á honum en ofbeldi og vatnsberanum gæti ekki verið meira sama þó að fólk sé ósammála honum þegar hann berst fyrir málefnum sem eru honum hjartfólgin.
Félagsvera en samt lokaður
Vatnsberinn er mjög félagslyndur og vill helst hafa marga í kringum sig en á sama tíma hleypir hann fólki ekki of nálægt sér. Hann er mjög yfirvegaður í framkomu sinni, er ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar eða tala um sjálfan sig og getur því virkað á fólk sem ópersónulegur og fjarlægur. Þó er einn af bestu kostum hans hveru þægilegur hann er í umgengni því vatnsberinn er ótrúlega skilningsríkur í garð annarra, rólegur og vinalegur.
Frábrugðinn öðru fólki
Það getur tekið vatnsberann nokkurn tíma að finna sig í lífinu, þó að þeir líti engan veginn út fyrir það þá skortir þá stundum sjálfstraust því þeir eru að mörgu leyti ólíkir öðru fólki. Þess vegna skipta sumir vatnsberar oft um starf í byrjun starfsferils síns og söðla svo algerlega um seinna á lífsleiðinni.
Ef þú ert þessi vatnsberi sem finnur þig ekki á vinnumarkaðnum þá ertu ekki heimsins besta fyrirvinna enda alltaf skiptandi um störf.
Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvernig þú getur haft góðar og stöðugar tekjur:
- Af því að þú ert svo elskulegur og rólyndur þá geturu vel orðið spjallþáttastjórnandi.
- Þú gætir bjargað heiminum, allir sem þekkja þig vita að þú þolir ekki þegar illa er komið fram við manneskjur, dýr og náttúru.
- Þú ert mjög uppátækjasamur og hugmyndaríkur og gætir nýtt þér það t.d. til að stofna fyrirtæki en áttaðu þig á því að þú verður að gefa rekstrinum tíma til að hagnast á honum. Það þýðir ekkert að hoppa frá fyrirtækinu þegar þú færð aðrar og “betri” hugmyndir.
- Nýttu þér vinsældir þínar/frægð þína.
Hrifnari af hugmyndinni um ástina heldur en raunveruleikanum
Vatnsberinn er gjarnan hrifnari af hugmyndinni um ástina heldur en raunveruleikanum og getur þar af leiðandi orðið fyrir vonbrigðum þegar hann vaknar og sér að sambandið er kannski ekki jafn æðislegt og hann hélt.
Ef þið viljið samband með vatnsbera reynið þá að vera þolinmóð og farið mjög hægt af stað því vatnsberinn vill sjá að þið náið vel saman sem vinir áður en þið reynið að verða góðir elskhugar.
Leyfðu honum að ráða ferðinni eða láttu hann allavega halda að hann ráði ferðinni í sambandinu. Forðastu að gera tilfinningalegar kröfur því það getur virkað heftandi á hann.
Vatnsberi í ástarsambandi þolir ekki afbrýðisemi og að láta hefta frelsi sitt. Hann vill fá að halda sambandi við fjölbreytilegan vinahóp sinn hvort sem það eru konur eða karlar. Vatnsberinn þarf einning á skilningi maka síns og þolinmæði að halda sérstaklega hvað varðar sérvisku sína.
PS. Það er rétt að taka fram að þegar stjörnumerki eru skoðuð þá er það ekki bara sólarmerkið (það merki sem tilheyrir afmælisdegi okkar) sem hefur áhrif á persónuleikann heldur líka önnur merki, sem dæmi þá er pistlahöfundur með sól í fiskum en á sama tíma rísandi bogmaður. Tvö ólík merki, vatn og eldur. Sumum finnst þeirra merki ekki vera lýsandi fyrir sína persónu. Ein af ástæðum þess er að við stjórnumst af mismunandi merkjum eftir því hvenær og hvar við fæddumst.
FRÆGIR VATNSBERAR
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.