Bogmaðurinn (22. nóvember – 21. desember) er gæddur þeim hæfileika að geta lýst upp svartasta skammdegi. Af bogmanninum skín nefnilega ákveðin birta sem fylgir honum frá fæðingu, sumir vilja kalla þetta útgeislun.
Fyrir ári (sjá hér) lýsti ég því yfir að flestir bogmenn sem ég þekki eigi það sameiginlegt að hafa “lager than life” persónuleika. Annað sem ég hef tekið eftir með bogmenn er að þeir hafa svo fallegan og innilegan hlátur. Það er eitthvað við hlátur þeirra sem er svo einlægt og hreint.
Eirðarlaus
Bogmenn kannast sennilega við að geta ekki setið kyrrir. Hafið þið tekið eftir námsmönnunum sem í prófatíðinni mæta með námsbækurnar á hlaupabrettið í ræktina?
Þetta eru að öllum líkindum bogmenn. Sumir gætu efast um að þetta sé góð leið til að læra en málið er að bogmönnum gengur betur þegar þeir fá tilbreytingu, skipta um umhverfi og þegar þeir ná að hreyfa sig. Það hentar þeim ekki að vera lokaðir af of lengi á sama stað, þeir hreinlega “visna og deyja”.
Bogmaðurinn er lærdómsfús og þá ekki endilega á skólabækur heldur hvað varðar lífið almennt. Hann vill kanna og upplifa, sjá heiminn, víkka sjóndeildarhringinn. Því má segja að bogmenn séu margir hverjir heimsborgarar.
“Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig”
Það hefur verið sagt um bogmanninn að hann sé heppinn. Það stafar sennilega af því hversu bjartsýnn, jákvæður og opinn hann er. Þetta gerir hann líka að ævintýramanneskju sem er óhrædd við að grípa tækifærin þegar þau gefast. Þér mun ekki leiðast í félagsskap bogmanns. Það er mjög auðvelt að umgangast hann því bogmaðurinn er vanalega svo yfirmáta jákvæður og hress. Þá sækir hann í að hafa líf og fjör í kringum sig og að gera eitthvað nýtt og spennandi.
Bogmenn búa yfir miklu innsæi og þeir nota það óspart. Þeir eru því andlega þenkjandi og ekki er ólíklegt að þeir trúi á æðri máttarvöld hvort sem það er Guð eða eitthvað annað.
Gaman að vera ástfangin af bogmanni
Þér mun ekki leiðast í ástarsambandi með bogmanni. Ef sambandið verður ekki til langtíma þá muntu allavega eiga minningar um þau ótal ævintýri sem hann hefur dregið þig út í. Bogmaðurinn verður líka svo hugfanginn þegar kemur að ástinni; þú ert bara fallegasta, gáfaðsta og skemmtilegasta manneskja sem að hann hefur verið með og hann hikar ekki við að segja þér það.
Þrátt fyrir frelsisþörf hans og óþol fyrir reglum, boðum og bönnum er hann tryggur elskhugi og ætlast til þess sama af maka sínum. Hins vegar getur verið dálítið erfitt að ræða erfiðleika í sambandinu vegna þess að bogmenn vilja helst ekki gangast við neikvæðum tilfinningum, allt á að vera gott og skemmtilegt: ALLTAF.
Hér getur þú lesið þér til um hvernig hægt er að vinna ástir bogmanns.
FRÆGIR BOGMENN
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.