Kæri sporðdreki, innilega til hamingju með afmælið! (23. október – 21. Nóvember).
Hér hefur þú í tilefni afmælismánaðarins nokkrar staðreyndir sem ég er búin að taka saman um það sem einkennir þitt einstaka stjörnumerki.
Jákvæðu persónueinkenni þín eru
- Leiftrandi gáfur
- Ómótstæðilegir persónutöfrar
- Ómögulegt að hneyksla hann
- Skilur veikleika annarra
- Tápmikill og þrautseigur
- Sjálfsgagnrýninn
- Munúðarfullur
Neikvæðir þættir:
- Sjálfstortímingarhvöt
- Þrjóskur
- Skapbráður
- Tortrygginn
- Skapsveiflur
- Afbrýðisamur
- Ráðríkur
- Ónærgætinn
Störf sem henta sporðdrekum
Sporðdrekar eru óþreytandi í starfi og hafa góða leiðtogahæfileika en þeir geta líka verið pínulítið ógnvekjandi. Störf sem sporðdrekar eru líklegir til að leggja fyrir sig:
- Rannsóknarlögreglumaður.
- Meinafræðingur/skurðlæknir.
- Verðbréfamiðlari eða markaðsfræðingur.
- Starf þar sem hann fær að sundurgreina hluti (vélvirki, vísindamaður, rannsóknir).
- Sálfræðingur eða geðlæknir (bældar og sárar minningar eru sérgrein sporðdreka).
Ef sporðdrekinn vill auka velgengni sína ætti hann að reyna eitthvað af þessu:
- Fara út í iðnaðarnjósnir.
- Beita sig þeim aga í fjármálum sem hann gerir í öllu öðru.
- Láta sem einhver annar eigi alla peningana hans og hegða sér í samræmi við það.
- Opna kynlífsráðgjafaþjónustu.
- Gera eitthvað ótrúlega áhættusamt þar sem allir fjármunuir eru lagðir undir (enginn hefur stáltaugar á borð við sporðdrekann).
- Gera hið ómögulega sjö sinnum fyrir morgunmat.
Ef þú ert skotin/nn í sporðdreka þá eru hér nokkur ráð til að vinna hjarta hans:
Verið leyndardómsfull, hugmyndarík og svolítið ýtin (munið að það er næstum ómögulegt að hneyksla sporðdrekann).
Verið viðbúin því að þurfa að hafa fyrir hlutunum.
Látið sporðdrekann vita hvað hann er stórkostlega heillandi (fólk í sporðdrekamerkinu er fyrst til að samsinna því).
Verið rómantísk en aldrei yfirborðskennd (hugsið heldur um Bogart í rigningunni en hjartalaga gasblöðrur).
Frægir sporðdrekar
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.