Tvíburamerkið 21 maí – 20 júní
Tvíburamerkið er eitt af uppáhalds merkjunum mínum. Allir svo spes en hver á sinn sjarmerandi hátt. Flest fólk í þessu merki mjög lágvaxið en með eindæmum laglegt að undanskildum skvísunum Naomi Campell og Nichole Kidman.
Fólk í þessu stjörnumerki er endalaust opið fyrir öllum mögulegum lausnum á hvaða vanda sem kann að koma upp. Það fylgir ekki eingöngu fordæmum heldur skapar þau sjálft. Þetta er upp til hópa ánægt fólk sem býr yfir fullt af krafti og treystir sér í hina merkilegustu hluti. Bjartsýnismanneskjur sem breyta vandamálum í tækifæri.
Fólk í tvíburamerkinu einblínir ekki á grámann á rigningardögum, – það leitar að hamingjunni og sáir fræjum. Það velur sessunaut sinn og lífsförunaut af kostgæfni, smitar aðra með gleði sinni og samfagnar þeim sem vel gengur af heilum hug.
Tvíburamerkið er loftmerki og notar því rökhugsunina óspart enda ljóngáfaðar manneskjur, þeir eru áhugasamir í ástarmálum og hafa tvöfalt að gefa. Þetta eru frábærir elskhugar enda fyrirfinnast varla hjónabandserfiðleikar hjá tvíburum.
Fólk í þessu frábæra merki er mjög stríðið og hræðilega skemmtilegt, þeim finnst það samt mest sjálfum! Það er hending að rekast á leiðinlegt eða ‘dull’ fólk í tvíburamerkinu.
Tvíburinn á eftir að koma sjálfum sér rækilega á óvart árið 2015, hvort sem markmiðið er að standa sig í ræktinni, fá stöðuhækkun, fara í fleiri ferðalög nú eða að standa í barneignum þá munu margir draumar rætast enda allir góðir vættir með tvíburanum þessi misserin.
Fallegi haustmánuðurinn september verður sérstaklega eftirminnilegur, eins og þeir sungu svo fallega um kútarnir í Earth Wind & Fire enda ALLIR TVÍBURAR!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=Gs069dndIYk[/youtube]
p.s þetta er sumargrín með hæðina ❤️
Dóra elskar að föndra við snittugerð en matur hefur alltaf haft mikil áhrif á hennar líf. Svo mikil að Dóra byrjar flesta morgna á að hugsa um hvað eigi að vera gott í kvöldmatinn. Hún býr á Seltjarnarnesi, á tvær æðislegar stelpur og sætasta golfara í heimi (að ólöstuðum okkar). Dóra lærði til lyfjatæknis árið 2001 en áhugamál hennar snúast um allt sem tengist mat, hreyfingu, dansi og útivist.