Talað hefur verið um eftirfarandi sem lykilorð meyjunnar (23. ágúst – 22. september); fórnfýsi og heiðarleiki, sjálfsumbætur, heilsa og hreinlæti, dugnaður og áreiðanleiki, þjónusta og hógværð, dulinn styrkur og munúð, rökfesta og einbeitni.
Hið dæmigerða meyjubarn
Þegar kemur að meyjubörnum er nokkuð augljóst að þau eru næstum óþægilega upptekin af að þóknast og láta líta á sig sem fullorðin. Þau taka það líka mjög inn á sig ef þau gera mistök. Því þurfa foreldrar og fólkið í kringum þau að minna þau stöðugt á að allir geri einhvern tíma mistök og að það sé allt í lagi.
Hið dæmigerða meyjubarn:
- Er kvikt og skarpt
- Á sérstaklega auðvelt með að læra
- Er mjög sjálfsgagnrýnið
- Setur sig ekki upp á móti þeim sem ráða
- Á það til að gera lítið úr sjálfu sér
- Finnst gaman að líkja eftur hegðun fullorðinna
- Er feimið innan um ókunnuga
- Er oft matvant
- Þolir illa stríðni
- Lærir snemma að tala og lesa
Liltar meyjur eru framkvæmdaglaðar. Þær þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni, helst vilja þær leika sér með leikföng sem gerir þeim kleift að nota hendurnar. Þær vilja búa eitthvað til eða laga.
Styrkur og veikleiki
Samkvæmt Gunnlaugi stjörnuspekingi er styrkur litlu meyjunnar fólginn í jarðbundinni skynsemi. En hann segir enn fremur í bók sinni Ást, heilsa og uppeldi stjörnumerkjanna; “Hún er athugul og skörp að upplagi, sér smáatriði í umhverfi sínu og á auðvelt með að leysa ýmis nákvæmnisverk af hendi. Hún hefur sterka ábyrgðarkennda og það er auðvelt að fá hana til að vinna. Hún er að upplagi hjálpsöm. Hún hefur greinandi hugsun.”
Í bók Gunnlaugs kemur einnig fram að meyjubarnið sé “frekar hógvært að upplagi og lítið fyrir að hreykja sér, jafnvel þegar það hefur staðið sig vel. Það hefur ríka þörf fyrir að bæta sig og er því sjaldan fyllilega ánægt með afrakstur verka sinna. Meyjan er nákvæm og hefur sterka fullkomnunarþörf.”
Þessi mikla þörf fyrir betrumbætur er oft styrkur. En eins og svo oft þá getur styrkur snúist yfir í veikleika. Það þarf að fylgjast með og passa upp á að meyjubarnið setji ekki of miklar kröfur á sjálft sig, litla meyjan getur verið úr hófi hörð við sjálfa sig og efast um hæfileika sína. Þetta getur leitt til brotinnar sjálfsmyndar og frestun á verkefnum sem hún er vel fær um að leysa.
Gott er að hafa í huga að meyjan hefur viðkvæmt taugakerfi. Þegar lítil meyja er þreytt eða borðar óhollan mat getur hún orðið ofvirk og eirðarlaus. Þetta leiðir oft til þess að hún fer að hafa áhyggjur af minnstu smáatriðum og tuðar yfir öllu mögulegu.
Lestu einnig: MEYJAN: Smámunasöm, hjartahlý, hógvær og ávallt snyrtileg
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.