Þann 19.febrúar síðastliðinn rann ár geitarinnar upp samkvæmt kínverskri stjörnuspeki en þar með er ár hestsins liðið og mun ár geitarinnar vara til 8. febrúar 2016.
Þetta er súper sérstakt fyrir þá sem eru geitur fyrir (steingeit) að vera tvöföld geit í ár er svipað og vinna feitasta bitann í VíkingaLottó!
Tvöfalda geitin er staðráðin i að ná árangri á árinu, hún ætlar sér jafnframt á leifturhraða á toppinn, ástarmálin eru í efsta stigi og Halló — peningamálin eru í botni!
Tvöfalda geitin verður með húmorinn í lagi heldur betur allt árið, nær toppnum þó í desember þegar hún slær um sig á mannamótum, tryllir alla í strætó og fær heiðursverðlaun á Carnergie námskeiðinu.
Árið 2015, geitarárið mikla, er stútfullt af tækifærum! Nýtum okkur þau alla leið, látum draumana rætast og siglum hratt að markmiðum okkar. Opnum lokið á hugmynda-pottinum og nýtum orkuna til fulls, — árið 2015 er ár áranna!
Til hamingju með geitarárið öll og þá sérstaklega tvöfaldar geitur en höfundur er auðvitað ein slík.
Dóra elskar að föndra við snittugerð en matur hefur alltaf haft mikil áhrif á hennar líf. Svo mikil að Dóra byrjar flesta morgna á að hugsa um hvað eigi að vera gott í kvöldmatinn. Hún býr á Seltjarnarnesi, á tvær æðislegar stelpur og sætasta golfara í heimi (að ólöstuðum okkar). Dóra lærði til lyfjatæknis árið 2001 en áhugamál hennar snúast um allt sem tengist mat, hreyfingu, dansi og útivist.