Nú er tími bogmannsins (22. nóvember – 21. desember). Skemmtilegt og líflegt merki, bogmaðurinn. Fólk í þessu merki er athafnasamt hugsjónafólk en allir bogmenn sem ég þekki eiga það sameiginlegt að hafa “LARGER THAN LIFE” persónuleika.
Bogmaðurinn gerir í því að ögra sjálfum sér og veit fátt leiðinlegra en að sinna verkefnum sem hann fer létt með. Það er ekki ólíklegt að hann finni fyrir köfnunartilfinningu eða innilokunarkennd ef hann er búinn að vera lengi á sama staðnum. Þetta stafar af því að hann hefur mikla frelsisþörf, vill helst alltaf vera á hreyfingu og hafa svigrúm til að athafna sig.
Það sem er svo gott við bogmanninn er þessi óbilandi bjartsýni. Hann sér alltaf það góða í fólki, er mikill mannvinur og er einlægur og sanngjarnn í samskiptum sínum við aðra. Hann er einnig mjög fróðleiksfús og opinn fyrir andlegum málefnum.
Hin hliðin á peningnum er sú að hann neitar algjörlega að gangast við neikvæðum tilfinningum. Þó að bogmanninum finnist hreinskilni vera einn af sínum bestu kostum eru góðar líkur á því að aðrir í kringum hann séu ekki á sama máli. Vegna þess að hann er svo óþolinmóður á hann það til að vera of fljótfær. Hann skortir skipulagshæfileika og getur verið stjórnsamur.
Vinnan
Störf sem henta bogmanninum…
- ..eru störf sem gera honum kleift að ferðast. Sér í lagi ef hann þarf að ferðast á eigin spýtur, svona til að gera þetta aðeins meira krefjandi.
- Rannsóknarstörf og helst þá að rannsaka eitthvað sem er skrýtið.
- Störf sem fela í sér umönnun á dýrum.
- Öll störf sem honum finnst bæði líkamlega og vitsmunalega krefjandi.
Því miður býr bogmaðurinn ekki yfir því sem þarf til að vegna vel í viðskiptum en hann hefur aftur á móti þann einstaka hæfileika til þess að eyða peningum áður en hann aflar þeirra. Hann ætti að forðast hugmyndir um skyndigróða og stofna frekar ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ævintýraferðum. Nú eða opna veitingahús þar sem bornir eru fram ljúffengir réttir á mettíma.
Ástin
Þegar bogmaður er ástfanginn á hann mjög erfitt með að leyna því og vill helst alltaf vera í návist elskunnar. Hann er einlægur og talar hreint út. Því á hann gjarnan til að áfellast sjálfan sig fyrir að segja eitthvað heimskulegt. Bogmaðurinn þarf að fá að halda ákveðnu frelsi en hann vill að sér sé fullkomnlega treyst og að sama skapi að maki hans sýni honum algera tryggð. Honum finnst einnig mikilvægt að passa vitsmunalega við maka sinn.
Til að vinna hjarta bogmannsins er sniðugt að hafa þetta í huga:
♥ Verið óþvinguð, áhyggjulaus og umfram allt FYNDIN.
♥ Ekki setja neinar reglur þar sem bogmanninum er illa við boð og bönn og hreinlega býður við tilhugsuninni um að þau séu stundum nauðsynleg.
♥ Verið viss um að þið eigið gilt vegabréf.
♥ Hafið á bak við eyrað að kaldhæðni og brandarar á kostnað annarra fara í taugarnar á honum.
PS. Mér finnst rétt að taka það fram að þegar stjörnumerki eru skoðuð þá er það ekki bara sólarmerkið (það merki sem tilheyrir afmælisdegi okkar) sem hefur áhrif á persónuleikann heldur líka önnur merki, sem dæmi þá er ég með sól í fiskum en er á sama tíma rísandi bogmaður. Tvö ólík merki, vatn og eldur. Sumum finnst þeirra merki ekki vera lýsandi fyrir sína persónu. Ein af ástæðum þess er að við stjórnumst af mismunandi merkjum eftir því hvenær og hvar við fæddumst.
FRÆGIR BOGMENN
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.