Það er gaman og gagnlegt að kynna sér stjörnuspekina, eina elstu fræðigrein heims sem er yfir 5 þúsund ára gömul.
Til að nýta sér þessi vísindi þarf að kynna sér þau. Ekki einblína bara á sitt sólarmerki, það merki sem að sólin var í þegar þú fæddist. Ég er t.d. með sól í fiski (fædd 5. mars) en er rísandi bogmaður – gjörólík merki, vatn og eldur.
Ég hef áður fjallað um ljónið á Pjattinu ásamt hinum 11 merkjum dýrahringsins. Ljónið er yndislega skemmtilegt og líflegt merki og nú langar mig að fjalla sérstaklega um ljónsungann á léttan og einfaldan máta.
Lykilorð fyrir ljónið (23. júlí – 22. ágúst), fimmta merki dýrahringsins:
- Sköpunarkraftur og viðurkenning
- Ánægja og gáski
- Framkvæmd og þakklæti
- Örlæti og tryggð
- Heppni og áhætta
- Skemmtun og gestrisni
- Rómantík og kynþokki
Barn með sól í ljóni
- Getur ekki verið kyrrt
- Talar endalaust
- Er glaðlynt og vinalegt
- Sækist stöðugt eftir viðurkenningu
- Krefst stórbrotinna afmælisveisla
- Er örlátt og gefur með sér
- Stelur senunni
- Á marga vini
- Finnst gaman að leikjum sem reyna á líkamann
- Nýtur þess að láta þjóna sér
Börn í ljónsmerki eru grallarar í eðli sínu og þau hafa hæfileika til að komast upp með hvað sem er með því að brosa sakleysislega út að eyrum. Þau eru orkumikil og mjög snemma kemur í ljós það persónueinkenni ljónsins að sækjast stöðugt eftir athygli.
Framar öllu sækjast ljónin eftir viðurkenningu frá foreldrum sínum. Besta leiðin til að aga þau er því ekki að reiðast þeim, það gerir þau bara þver. Sniðugast er að fordæma hegðun þeirra.
Í skólanum eiga ljónin marga vini og eru vinsæl í hópi bekkjarfélaga sinna. Þeim finnst gaman í íþróttum og þau hlaupa viðstöðulaust um þar til þau eru svo þreytt að það þarf að bera þau í rúmið.
Frelsi er ljónunum nauðsynlegt og þau eru nógu skynsöm til þess að misnota það ekki.
Lestu einnig: LJÓNIÐ: Yndislega sjálfhverfur athyglissjúklingur,
Ljónið – Hégómagjarni lýtalæknirinn og
STJÖRNUSPEKI: Barn í krabbamerkinu þarf að láta faðma sig og hvetja
(Heimild: Need to know? Zodiac Types. e. Jamie Stokes)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.