Ég var fengin til að skrifa grein í Læknanemann, tímarit læknanema. Greinin er útlistun á einkennum lækna eftir því hvaða stjörnumerki þeir tilheyra.
Ég er nú þegar búin að birta vatnsberann, fiskinn, hrútinn, nautið, tvíburann, krabbann, ljónið og meyjuna . Hér kemur vogin.
Vogin 23. september – 22. október
Læknar í vogarmerkinu eru sjaldséðir, það fer nefnilega fátt meira í taugarnar á voginni en þurfandi fólk. Þá eiga vogir það til að vera pínulítið kaldar og hér er skemmtilegt að vitna í vogina Margaret Thatcher:
„ To wear your heart on your sleeve isn’t a very good plan; you should wear it inside, where it functions best.“
Vogir eru hins vegar réttvísar og þess vegna ætti réttarlæknisfræði að henta þeim. Ef einhver er beittur óréttlæti þá finnur vogin hjá sér yfrþyrmandi þörf til að ná fram einhverju réttlæti, að finna jafnvægi (enda vog).
Læknir í vogarmerkinu ratar yfirleitt í stjórnunarstöðu einfaldega vegna þess að honum leiðist að láta segja sér fyrir verkum og hann mun sem stjórnandi sjá til þess að siðferðileg viðmið séu í hávegum höfð.
Frægar vogir: Michael Douglas, Ragga Gísla og Mahatma Gandhi.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.