Viltu vita 10 ástæður þess að það er best að elska og giftast krabba? Þær er auðvelt að taka saman enda vita flestir sem hafa kynnst fólki í krabbamerkinu hverslags töffara, blíðu kúrudýr þetta eru. Það er að segja ef þú kemst inn fyrir skelina hjá þeim.
Krabbarnir koma í heiminn milli 22. júní og 22. júlí og fá merki eru jafn skýr og krabbarnir. Það er að segja, þegar þú lest lýsingar á krabbanum þá sérðu að þær passa ótrúlega vel við fólkið sem þú þekkir í þessu merki. Nú eða þig sjálfa/n.
Krabbar eru meðal annars viðkvæmir, tilfinninganæmir, hafa ríkulega samkennd með öðrum, eru virkir og aktívir, með mikið ímyndunarafl og mjög trygglyndir.
Það eru þessir þættir sem gera krabbana ofsalega elskuverða og hér eru 10 ástæður þess að það er best að elska krabba:
1. Yfir Esjuna, til tungslins…
Ein af ástæðum þess að þú vilt hafa krabbann í þínu liði er sú hversu trygglyndir þeir eru. Ef þér tekst að komast nálægt krabba þá mun hann eða hún líklegast gera um það bil allt fyrir þig og hinar örfáu manneskjurnar sem gátu töfrað sig inn fyrir lokaða skelina.
Það má rugla í krabbanum en alls ekki í börnum hennar, fjölskyldu eða öðrum sem hann eða hún elskar. Í samböndum getur þetta raunar orðið smá vesen því krabbar verða auðveldlega afbrýðissamir en það stafar aðallega af því hversu mikið þau vilja verja það sem þeim er kært.
2. Krabbar gera allt með ást og ástríðu
Þau eru langnæmasta merkið í hringnum og gera þessvegna svo gott sem allt með bæði ást og næmni í hjartanu. Þetta gerir krabbann að mjög svo ljúfum elskhuga, – lover sem kann að elska þig eftir leiðum sem aðrir gera sér ekki einu sinni grein fyrir að eru til.
Næmni krabbans spilar þar sterkt inn í en orka þeirra er nánast móðurleg í þeim skilningi að þeir setja yfirleitt þarfir annara fram fyrir sínar eigin og sýna mikla samkennd og hluttekningu.
3. Krabbar eru draumórafólk
Krabbar elska ævintýri og drauma. Álfa og huldufólk, vampírur, varúlfar… Dr. Who, Twilight… allt sem er aðeins út fyrir rammann. Þetta gerir krabbana mjög rómantíska og fær þá til að búa til sín eigin ævintýri. Krabbar eru sjaldnast til í mikið “norm”.
Ímyndunaraflið gerir þeim líka mögulegt að horfa lengra fram í tímann og hvað samböndin varðar þá ertu komin með maka sem er líklegast búin að skipuleggja deit með þér á áttræðisafmælinu, – hversu gott… trygglyndi og rómantík í bland. Dásamlegt!
4. Ríkuleg samkennd gerir þá að góðum vinum, elskendum og trúnaðarvinum
Ef þú þarft að komast á trúnó, þá er krabbinn algjör go-to manneskja. Það er enginn sem masterar trúnó jafn listavel og krabbinn. Ríka samkenndin í þeim gerir þá að ótrúlega góðum áheyrendum. Þeir hafa líka mjög gott innsæi og geta sett sig í spor annara þannig að ráðin sem frá þeim koma eru yfirleitt ótrúlega skotheld.
Krabbar eru líka heiðarlegir og góðgjarnir þannig að fólk á oft auðvelt með að opna sig fyrir þeim. Í samböndum er þetta mjög mikilvægur faktor, af augljósum ástæðum. Það er nefnilega svo mikilvægt að treysta makanum sínum fyrir tilfinningum sínum.
5. Þeir eru harðir af sér
Ef það er auðvelt, þá er það örugglega ekki þess virði. Krabbar líta á þetta sem sannleika og stundum geta sambönd með þeim verið frekar erfið.
Þeim finnst ekkert skemmtilegt að láta skipa sér fyrir verkum og geta verið svolítið ögrandi. Þeir munu alltaf gera það sem þeir elska að gera þó aðrir ráði þeim frá því en þetta gerir þá bara flottari félaga fyrir vikið.
Þó þeir séu alls ekki eins þrjóskir og nautin þá sést vel hvað þeir eru seigir þegar þeir berjast fyrir því sem þeir elska. Krabbaskelin er grjóthörð þó innvolsið sé oft mjúkt og viðkvæmt.
Ef eitthvað stendur í veginum fyrir krabba þá virkar það bara meira hvetjandi á hann. Krabbinn er týpan sem hættir ekkert fyrr en vandamálið er leyst. Ef þeir vilja fá eitthvað til að virka, hvort sem það er samband eða annað, þá hætta þeir ekkert fyrr en allt er fullreynt.
6. Þeir hafa góða aðlöðunarhæfileika
Krabbadýrið skiptir reglulega um skel, einskonar hamskipti. Þetta gefur þeim fyrirtaks aðlöðunarhæfni og um leið styrk þegar aðrir eru að bugast.
Þó þeir séu líklegast ekki einmana týpur þá eiga þeir mjög auðvelt með að vera einir. Þeir eru alveg heimakæra týpan sem getur dútlað sér og brallað eitthvað alveg án þess að hafa félagsskap. Þeir eru jafnframt mjög sjálfstæðir og þurfa ekkert oft aðstoð við hlutina. Þetta gefur þeim frelsi enda óþarfi að þurfa alltaf að reiða sig á aðra til að hafa það gott.
Aðlöðunarfærni er mikilvægur eiginleiki í samböndum þar sem sambönd eru alltaf að breytast, hvort sem um er að ræða flutninga, ný störf eða nýjar áskoranir í sambandinu. Krabbar láta þessa strauma lítið á sig fá sem gerir þá að mjög góðum mökum. Því minna stress, því betra.
Lestu hér um börn í krabbamerkinu
7. Krabbar eru opnir fyrir nýjungum
Flestir krabbar eru mjög lausir við alla dómhörku sem gerir þá að fyrirtaks ráðgjöfum. Þeir elska oft það sem aðrir líta á sem “galla” við fólk. Þá erum við að tala um sérkenni sem gerir einstaklinga að því sem þeir eru. Krabbar heillast af þessu og dragast að fólki sem öðrum finnst kannski svolítið skrítið.
Í ástarsambandi er þetta auðvitað alveg frábært því krabbakrúttið á líklegast eftir að elska hitt og þetta í þínu fari eða útliti sem þú kannt illa að meta sjálf. Það er frábært því þetta hjálpar þér bara að elska sjálfa þig meira.
8. Krabbar eru líbó
Eins og fyrr segir þá finnst kröbbum ekkert gaman að láta segja sér fyrir verkum. Þeir fara sínar eigin leiðir í stað þess að fylgja fjöldanum. Krabbar fíla bara vel að vera öðruvísi.
Þeir rembast ekkert sérstaklega við að fá alla athyglina þar sem þeir eru og líklegast er ekkert auðvelt að fá að kynnast þeim. Þeir keppast ekki við að sýna þér hvernig og hverjir þeir eru, en þeir eru ekkert að fela það neitt svakalega heldur. Í stuttu máli þá er krabbinn opinn og fremur fordómalaus og þessvegna er frábært að hafa hann sem maka. Hann dæmir hvorki sjálfan sig né þig of hart. Það er notalegt.
9. Krabbar koma á óvart
Krabbinn er ein mesta þversögn sem þú finnur í merkjahringnum. Krabbar eru einhvernveginn svo oft tvennt í einu. Varkárir, samt líbó. Blíðir, samt smá grimmir líka. Einfaldir, samt svo ofsalega flóknir… þú ert alltaf að reyna að átta þig á honum en það er aldrei nein ein endanleg niðurstaða. Þú mátt samt vita að hann er góðhjartaður, viðkvæmur og ótrúlega ævintýragjarn.
Um leið og þér tekst að fá krabbann til að opna sig kemur margt á óvart og eftir því sem tíminn líður og þú ferð að átta þig betur á krabbanum þá sérðu að hann er alveg með sitt mynstur og þú getur farið að reikna út hvað gerist næst. En ekki samt halda að hann verði eitthvað leiðinlegur þessvegna, svo sannarlega ekki. Krabbinn kemur alltaf á óvart!
10. Krabbar eru frábærir sáttasemjarar
Krabbar þola það bara ekki þegar fólk á í erjum og útistöðum og gera allt til að halda friðinn. Um leið eru þeir mjög góðir að sjá margar hliðar á hverju máli sem gerir þá að frábærum sáttasemjurum.
Þess vegna eiga þeir líka auðvelt með að viðurkenna eigin mistök í sambandinu og þegar þeir hafa rangt fyrir sér, þá tekst þeim oftast líka að sjá þína hlið sem þýðir að málið leysist mun hraðar.
… og ljúkum við hér máli okkar með því að vitna í skáldið Stefán Hilmarsson.
Ég veit um konu sem kemur á óvart.
Hún er í krabbanum alveg eins og þú.
Hún hefur áhuga á indversku jóga
og öllu því sem að lítur að trú.
Varst’ ekki alltaf að kvarta og kveina?
Þú vildir konu með rísandi ljón.
Þið eigið ábyggilega vel saman
og verðið eflaust á endanum hjón.
Góðar stundir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.