Hrútar eru fyrsta merki stjörnumerkjahringsins og fræðingarnir vilja meina að hrúturinn sé lífsorkan sjálf, hrá og óbeisluð. Heillandi? Já.
Þetta eru ástríðufullir og sterkir karakterar sem gaman er að hafa í lífi sínu, þeir eru líka alveg þess virði að halda fast í vinskap við hrútinn. Þetta eru 10 ástæður þess að þú þarft hrút í líf þitt:
1. Hrútar fíla ævintýri
Er ekkert að gerast um helgina? Hringdu í hrútinn. Hrútar og ævintýri fara saman eins og flögur og ídýfa. Hvorugt getur án hins verið.
Hrútur getur breytt hundleiðinlegu fjölskylduboði í klikkað partý á korteri. Það eru jafnframt góðar líkur á að hrúturinn sé með pela í innanávasanum til að hressa aðeins upp á þetta. Þessi ævintýramennska getur þó haft slæmar hliðar því það er eins og hrúturinn upplifi stöðuga pressu á sér um að ná lengra, fara lengra, gera meira. Það er alltaf nýtt “þrill” sem bíður handan við hornið, meira spennandi en það síðasta.
Þessi þörf eftir nýrri spennu getur auðvitað smitast í fleiri svið lífsins hjá hrútnum og tekið sinn toll. Vöðvabólga? Anyone?
2. Af þeim stafar jákvæð orka
Hrútar eru jákvæðir að eðlisfari. Þessi orka gerir þeim kleift að mæta í hvaða samkundu sem er og púlla það bara með glæsibrag. Þeir eru sjaldnast vandræðalegir eða feimir og ráða bara við félagslegar aðstæður. Fyrir þeim er það eins og að drekka vatn.
Vandinn er kannski sá að þegar planið fer ekki alveg á sömu leið og bjartsýni og jákvæði hrúturinn var búinn að hugsa það þá getur hann orðið frekar pirraður. Þunglyndur jafnvel, – og svo kenna þau sjálfu sér um hvernig fór.
3. Ekki bara jákvæðir heldur líka mjög bjartsýnir
Ef þú ert í svartsýniskasti skaltu hringja í hrútinn sem peppar þig upp á örskotsstundu. Hrútar eru miklir stuðboltar, hendast fram með hornin á undan sér og það er auðvitað ENGIN fyrirstaða.
Að vera með svartsýni er einfaldlega bara ekki valkostur.
Ef þú ert til dæmis svartsýnn sporðdreki, eða þessi týpa sem almennt sér allt fyrir sér fara á versta veg, þá er bara algjörlega nauðsynlegt fyrir þig að hafa hrút á speed dial.
Mundu bara að peppa hrútinn upp á móti líka. Þó að hann eða hún sé jákvæð og bjartsýn týpa þá þýðir það ekki að þau hafi ekki gott af smá peppi frá þér af og til.
4. Hrútar eru trygglyndir
Hrútar eru brjálæðingslega tryggir.
Þeir eiga aldrei eftir að bregðast vinum sínum eða kjafta frá leyndarmálum. Það er hinsvegar gott ráð að bregðast heldur ekki vini í hrútsmerkinu. Þeir eru hefnigjarnari en andskotinn og þú mátt meira að segja vara þig á að tala ekki illa um einhvern sem hrútnum er mjög vel við. Þá er það honum að mæta.
Þetta trygglyndi er þó ekki alltaf að gagnast þeim. Stundum hanga þeir lengur í eitruðum samböndum, (vina eða öðrum) en þeir ættu að gera…
5. Þeir eru mjög hreinskilnir
Hrútar ljúga ekki, af því þeir eru ömurlega lélegir í því. Svo finnst þeim líka bara asnalegt að ljúga. Eina tilefnið sem þeir segja þér ekki alveg 110% er þegar þeir vilja helst ekki særa þig, annars eru þeir hreinskilnasta fólkið í merkjahringnum (með ljóninu).
Vinur hrútsins þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af því að hann sé stunginn í bakið eða logið að honum. Hrútar nenna slíku ekki.
6. Hrútar eru fáránlega sjálfstæðir
Hrútur á aldrei eftir að hringja í þig og biðja þig um að skutla sér eitthvað nema hann sé fótbrotinn á báðum með næringu í æð. Þeir láta lítið fyrir sér hafa, eru vanir að sjá um sig sjálfir og vilja hafa það þannig.
Þetta þýðir auðvitað líka að þeir biðja sjaldnast um aðstoð svo þú þarft að muna að bjóða þeim hana af og til. Og mundu. Stundum þarftu að endurtaka boðið. Hann er ekki alltaf að ná þessu.
7. Þeim er treystandi
Það er ekki auðvelt að finna fólk sem maður getur treyst fyrir sirka hverju sem er en það gengur með hrúta. Þeir eru ekki að fara að kjafta frá. Þú gætir meira að segja látið hrútinn hafa lykilorðið í iPhone hjá þér. Þý getur látið hann geyma símann þinn. Hrútar vilja að þeim sé treystandi, – og þeir vilja geta treyst þér á móti.
Þeir reikna alltaf með að vinir og elskendur komi fram við þá með sama hætti og þeir gera sjálfir, sem er því miður ekki alltaf tilfellið. Hrútar eru því flestir með ótal dramatískar sögur af því að hafa verið sviknir eða að vinir hafi komið illa fram við þá og farið á bak við þá.
8. Hrútar eru örlátir við aðra en nískir við sjálfa sig
Hrútar kunna flestir að fara með peninga. Þeir kunna að spara en eru samt ekki nískupúkar. Hrúturinn mun ekki hika við að lána þér smá pening ef þú þarft en hann myndi samt mikið frekar bara vilja gefa þér peningana.
Þeim finnst mikið, mikið sælla að gefa en þiggja þó stundum mættu þeir alveg spandera aðeins meira í sjálfa sig.
9. Hrútar eru metnaðarfullir
Af því þeir eru alltaf að keppast við að fá meira, prófa meira, sjá meira, meira, meira, meira þá getur lífsþorsti þeirra verið smitandi. En metnaðurinn getur tekið sinn toll af heilsu þeirra. Því eru þeir óþolinmóðir og eiga oft bágt með að vera í núinu.
10. Hrútar eru blanda af öllu ofangreindu
Ef þú átt nú þegar hrút á vinalistanum hjá þér þá eru góðar líkur á að þið verðið vinir að eilífu. Eins og allir hinir geta hrútarnir þó verið svolítið þrjóskir, en þeir hafa helling að bjóða þegar kemur að hlátri, lífsgleði, metnaði og kæti.
Hvort sem þig vantar trygglyndan vin eða félaga, þá skaltu hafa hrútinn í huga. Þeir eru frábærir.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.