Það sem skilur vogina helst frá öðrum merkjum í stjörnumerkjahringnum er að hún er eina merkið sem er ekki lifandi vera (23. september – 22. október).
Vogin er réttvís, fáguð, háttvís, stjórnsöm og sérgóð. Hún er snillingur í málamiðlunum og á erfitt með að höndla rifrildi og átök, enda eru samvinna, sanngirni og réttlæti verulega sterkir þættir í persónuleika hennar.
Ég trúi því að við séum öll fædd í þennnan heim til að sinna ákveðnum verkefnum. Voginni er ætlað að finna jafnvægi allra hluta. Ég lít gjarnan á vogina sem ofurhetju sem berst fyrir siðmenningu og réttlátum heimi (þekki nokkrar vogir sem finna fyrir líkamlegum sársauka þegar einhver er beittur ranglæti).
Stjórnandi og félagsvera mikil
Það hentar voginni ekkert sérstaklega vel að láta segja sér fyrir verkum. Þess vegna fara margar vogir út í eigin atvinnurekstur eða gerast stjórnendur fyrirtækja. Þar sem vogin á það til að sækja í félagsmál er einnig líklegt að hún hafi verið eða sé formaður nemendafélags eða bekkjarformaður. Fær orku úr félagslegu umhverfi og þarf fólk sem örvar hana vitsmunalega séð.
Mig langar að nota tækifærið og leiðrétta þann misskilning að vogin eigi erfitt með að taka ákvarðanir. Hún er nefnilega mjög fær um það þó að það líti út fyrir að hún sé lengi að komast að ákvörðun. Hún er bara að vega og meta alla kosti og galla og hún sér átta hliðar á málinu þegar aðrir sjá bara eina eða tvær. Vegna þess að vogin notar ekki bara vitsmuni sína þegar hún tekur ákvarðanir heldur innsæi sitt líka.
Fágaðar og daðurgjarnar í senn
Konur í vogarmerkinu eru þekktar fyrir fágaðan og klassískan stíl. Þær eru daðurgjarnar og komast ansi langt á daðurslegu brosinu einu saman. Konum í vogarmerkinu míslíka ódýrir hlutir og þær ELSKA ilmvötn og föt. Þær kunna að fara með peninga og búa yfir hæfileika til að skapa þægilegt andrúmsloft enda eru heimili þeirra oft hönnuð með það í huga að fólk geti komið og átt góðar stundir saman í þægilegu og heimilislegu umhverfi. Annað sem ég hef tekið eftir með konur í vogarmerkinu er að þær eru eitthvað svo heilbrigðar, það er einhver heilbrigði sem skín af þeim og þær hafa margar sérstakan áhuga á heilsunni og heilsusamlegum lífsstíl.
Þokkafullir og stæltir en iðnir í kvennamálum
Það hefur verið sagt um karlmenn í vogarmerkinu að þeir geti virkað dálítið kaldir en þeir eru engu að síður rómantískir og örlátir.
Mér hefur verið bent á að þeir geti verið dálítið “hressir” í kvennamálunum. Þá eiga þeir það líka til að vera hégómlegir en þeim finnst mjög mikilvægt að koma vel fyrir. Þeir kunna líka að klæða sig og eru gjarnan þokkafullir og stæltir.
Ef þig langar að ganga í augun á vog þá er gott að hafa þessi atriði á bak við eyrað:
- Númer 1 2 og 3 ekki vera þurfandi, það fer í taugarnar á henni.
- Vertu klár .
- Vertu flott.
- Vertu myndarleg.
- Segðu henni að hún sé fallegasta og gáfaðasta manneskja sem þú hefur hitt og segðu henni það oft.
- Vertu sanngjörn(gjarn) og réttlát(ur)
- Vogin kann að meta lífsins gæði, gefðu þér tíma til að njóta með henni.
Mig langar að enda þennan pistil á þessum orðum Margrétar Thatcher sem fæddist í vogarmerkinu.
“Being powerful is like being a lady. If you have to tell people you are, you aren’t.”
” To wear your heart on your sleeve isn’t a very good plan; you should wear it inside, where it functions best.”
FRÆGAR VOGIR
PS. Það er rétt að taka fram að þegar stjörnumerki eru skoðuð þá er það ekki bara sólarmerkið (það merki sem tilheyrir afmælisdegi okkar) sem hefur áhrif á persónuleikann heldur líka önnur merki, sem dæmi þá er pistlahöfundur með sól í fiskum en á sama tíma rísandi bogmaður. Tvö ólík merki, vatn og eldur. Sumum finnst þeirra merki ekki vera lýsandi fyrir sína persónu. Ein af ástæðum þess er að við stjórnumst af mismunandi merkjum eftir því hvenær og hvar við fæddumst.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.