Það var stjörnum prýtt, anddyrið á Gamla Bíó þegar helstu leikarar og menningarfrömuðir landsins voru mættir á opnun þessa nýja tónleika – og leikhússtaðar síðasta föstudag.
Meðal góðra gesta voru t.d. Karl Ágúst, Helga Braga, Edda Björgvins, Björn Hlynur, Jóhann Sigurðsson og mikið fleira af flottum og góðum íslendingum. Skömmu síðar var svo haldið inn í sal að horfa á Hjónabandssælu þar sem Laddi og Edda Björgvins fóru á kostum sem Lísa og Hinrik – og hláturrokurnar hristu gamla veggi. Eftir sýninguna var veitingum skolað niður með góðu freyðivíni í flottu frumsýningarpartýi á þakinu.
Kíktu á myndirnar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.