Fyrir helgi kom á markaðinn ný barna- og rúmfatalína Lín Design sem kallast Stjörnubörn og er fyrir aldurshópinn 0 til 10 ára.
Línan er mjög skemmtileg og frábrugðin annari hönnun og margar ástæður fyrir því en með henni er tekið sérstakt tillit til bæði umhverfsins og barnsins.
Í fötunum er til að mynda 100% sérvalin hágæðabómull ræktuð án allra eiturefna og bómullin innheldur ekki formalín (sem er notuð til að gera bómullina straufría).
Litirnir í barnafötunum unnir með umhverfisvænum og húðvingjarnlegum efnum og allar myndir á barnafötunum eru saumaðar (bróderaðar) í fötin en ekki prentaðar á með plasti þar sem í plastinu er að finna þalöt (phtalates) sem notuð erum til að mýkja plastið. Rannsóknir hafa sýnt að of mikið notkun á þalötum getur haft skaðleg áhrif á heilsu barna og fullorðinna.
Þegar barnið er hætt að nota fötin er hægt að koma með þau aftur í verslun og fá 15% afslátt af nýjum fötum en þau hjá Lín Design hafa gert samning við Rauða krossinn sem kemur fötunum áfram til þeirra sem þau þurfa.
Þar sem varan er framleidd án milliliða er hægt að bjóða hana á mjög góðu verði svo þú ert að fá íslenska hönnun úr hágæðaefnum á frábæru verði.
Með Stjörnubörnum er líka verið að segja sögu af glöðum geimbörnum sem koma til jarðar og kenna jarðarbörnum að fara betur með jörðina og umhverfi sitt.
Stjörnubörn hafa áhyggjur af stöðu jarðar og vilja hjálpa jarðarbörnum að bæta framtíð hennar en með fötunum fylgir rafbók, 9 mín. lesin myndskreytt saga – ævintýri um ferðalag stjörnubarna til jarðar. Rafbókin er einnig til sem litabók – hægt að prenta út.
Okkur finnst þetta frábær viðbót við íslensku hönnunarflóruna og gott að vita til þess að hægt sé að fá umhverfisvæna íslenska hönnun á frábæru verði hjá Lín Design. Styðja þannig við innlenda framleiðslu og láta gott af sér leiða, hvort sem er til barnanna eða umhverfisins.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GgoqAE-swIk[/youtube]
Hér fyrir neðan sérðu svo myndir af krúttum og Stjörnubörnum í þessum sætu fötum og HÉR er hægt að skoða allt úrvalið á heimasíðu Lín Design.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.