Nú er komin tími á eitthvað bitastætt fyrir strákana…
Ég hef stíliserað og dressað upp karlmenn í gegnum árin og varð oftar en ekki vör við að margur viðskiptavinurinn gat verið svolítið týndur. Margir hreinlega vissu ekki hvernig átti að velja sér fatnað, sem er kannski svipað og mér líður í íþróttavöruverslun.
Stíllinn sem hér birtist í Zink Magazine ætti að geta hjálpað sumum ráðvilltum strákum. Myndirnar sýna 7 mismunandi fatastíla sem steinliggja fyrir ykkur strákana.
Ég er fullviss um að ef þið skoðið fataskápinn ykkar þá finnið þið jafnvel eitthvað af þessum flíkum fyrir. Það er auðvelt að fylgja stílnum á myndunum til að fá hugmyndir. Flestir ykkar eiga t.d. góðan aðsniðinn jakkafatajakka í fataskápnum. Það er um að gera að nýta það sem maður á fyrir og blanda við annan fatnað eins og sýnt er á myndunum. T.d. jakkafata jakkann við nýju gallabuxurnar sem þú varst að kaupa. Nú og þar sem nú er komið sumar er um að gera að finna svalan bol við jakkann og gallabuxurnar og ekki gleyma skónum!… Gerðu svo vel strákurinn er flottur fyrir djammið.
Ekki er verra að karlfyrirsætan ber fötin vel en hann heitir Ibrahim Baaith.
80’s nördagleraugun er hægt að kaupa á 10$ hér.
Movado úrið er doldið í dýrari kantinum en fæst hér.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.