Um þessar mundir er verið að sýna vor- og sumarlínuna fyrir næsta ár en götuljósmyndarar í París og Mílanó mynda alla tískuna – utan sýningarpallanna.
Fyrirsæturnar eru svo sannarlega stíliseraðar en þó með vænum slatta af kæruleysi. Hér má sjá flott klæddustu dömurnar, sumar á hlaupum til að ná á milli staða og gestum sem spássera um göturnar á milli tískusýninga.
Þrátt fyrir að veturinn sé kominn þá voru sumar enn í sumarklæðum eins og gallastuttbuxum og míníkjólum, auðvitað með sólgleraugun á sínum stað. Chanel töskur voru ansi áberandi fylgihlutur en annars er alltaf mjög skemmtilegt að skoða og bera saman hvernig konur klæða sig “upp” eða “niður”.
Smelltu til að stækka og skoða
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.