Grace Jones fæddist á Jamaica árið 1948 en hóf fyrirsætuferil sinn í New York og París milli 1970-1980. Hún tók upp sína fyrstu hljómplötu árið 1978 og öðlaðist umsvifalaust mjög stóran aðdáendahóp, þá sérlega samkynhneigða karlmenn sem tóku henni fagnandi. Það sama má reyndar segja um alla sem eru ekki of uppteknir af því að konur séu kvenlegar og karlar karlalegir. Hún var að minnsta kosti womancrush hjá mér þegar ég var unglingur og skyldi engan undra.
Grace Jones hefur aldrei verið minna tískuicon en tónlistarmaður en á síðustu árum hefur önnurhver „týpa“ látið hafa það eftir sér að Grace Jones sé fyrirmynd viðkomandi í fatavali og stíl og það er bara frábært þó enginn komist með tærnar þar sem hún hefur pinnahælana.
Í dag vinnur hún að margskonar verkefnum tengdum listaheiminum, ásamt því að koma fram á útvöldum klúbbum. Hún neyddist reyndar til að fresta væntanlegri tónleikaferð vegna Covid en ætlar að halda sínu striki á næsta ári. Þá verður hún 73 ára. Ég er að spá í að skella mér. Pílagrímsferð. Þessi kona er alvöru gyðja. Ekki af þessum heimi. Living legend. Algjörlega mögnuð. Gracejones.com
Hér er alveg frábært viðtal sem annað átrúnaðargoð mitt, Joan Rivers, tekur við Grace Jones í Tonight Show fyrir “nokkrum árum”. Eins og sjá má eru þessar drottningar alveg að ná saman.
Nokkrar myndir…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.